Í dag fengu Hreinsitækni efh afhenta nýja MAN TGM 18.290, útbúnir götusópum frá Bucher Municipal.
Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank.
Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher.
Björn Erlingsson, framkvæmdastjóri Krafts hf., afhenti Lárusi Jónssyni, framkvæmdastjóra Hreinsitækni ehf., tækin.
Kraftur óskar Hreinsitækni til hamingju með nýju bílana.