Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að kalt er orðið í veðri. Það er því mjög mikilvægt að athuga hvenær skipt var um rakasíu síðast því ekki viljum við að það frjósi á loftkerfi bílsins.
Þumalputtareglan er, að skipta um rakasíu á haustin.
Hafið samband við varahlutaverslun okkar fyrir verðfyrirspurnir og pantanir. Sendum að sjálfsögðu um land allt, með þeim flutningsaðila sem hentar þér.