Metro Logistics panta 77 MAN TGX

Arnar Fréttir

MAN TGX hefur vakið athygli fyrir lága eldsneytisnotkun við prófanir og var lykilatriði í að samningar náðust.

Vörudreifingaraðilinn METRO Logistics Germany mun héðan í frá einnig notast við MAN vörubifreiðar við vöruflutninga til “METRO Cash & Carry” og “REAL” verslananna. MAN fengu pöntun upp á 77 vörubifreiðar frá METRO og mun afhenda 66 MAN TGX 18.400 4×2 BLS dráttarbifreiðar og 11 TGX 26.400 6×2-2 BL með kælikössum.

Auk lágrar eldsneytisnotkunnar, sem sannfærði METRO um ágæti MAN TGX yfir fjögurra vikna reynsluakstur, þá var það lágur viðhalds- og rekstrarkostnaður sem var stór partur af því að samningar náðust milli dreifingarfyrirtækisins og MAN.

Euro 6 bifreiðarnar eru útbúnar öryggisbremsubúnaði (EBA), veglínuviðvörunarbúnaði (LGS) og hraðastillir (ACC). MAN Air Pressure Management System á sinn þátt í eldsneytissparnaði með því að draga úr aukaaflnotkun vélarinnar. Bílarnir eru einnig búnir MAN TeleMatics til að veita betri yfirsýn yfir eyðslugildi og eldsneytisnotkun.

Kröfum ökumanna er mætt með víðfenglegum þægindabúnaði í hinum sjálfskipta MAN TipMatic gírkassa, intarder og loftfjöðruðum og loftkældum sætum með síðu- og mjóbaksstuðning. Ökumenn munu einnig sitja MAN ProfiDrive námskeið til að fá aukna þekkingu í að aka sem hagkvæmast.

MAN TGX bifreiðarnar munu þjóna METRO Logistics Germany GmbH við allar þeirra lagerstöðvar viðsvegar um Þýskaland. Floti fyrirtækisins stendur í um 150 vörubifreiðum.

MAN TGX Euro 6