International Truck of the Year (ITOY) verðlaunin eru ein virtustu verðlaunin á atvinnubílamarkaðnum. Í athöfn sem fram fór rafrænt þetta árið, tók Andreas Tostmann, forstjóri MAN Truck & Bus, á móti hinum eftirsóttu verðlaunum frá Gianenrico Griffini, forseta ITOY. Dómnefnd 24 blaðamanna sem eru fulltrúar 24 mikilvægustu tímarita í Evrópu sem sérhæfa sig í vörubifreiðum, sögðu hinn nýja MAN TGX sérlega háþróaðan, hvað varðar akstursþægindi, vinnu- og hvíldaraðstöðu, öryggi, eldsneytisnýtni, tengimöguleika, nýstárlega þjónustu og úrlausnum á stjórnunar- og skjáviðmóti.
„Titillinn International Truck of the Year er gífurleg viðurkenning fyrir framúrskarandi vinnu sem teymið okkar hjá MAN hefur lagt upp með. Í meira en 5 ár hefur fólk unnið með eitt markmið í huga: Að þróa besta vörubílinn fyrir ökumenn og viðskiptavini okkar og að koma bílnum á götuna. Þessi eftirsóttu verðlaun sýna það og sanna að við gerðum það“ segir Andreas Tostmann, framkvæmdastjóri MAN Truck & Bus SE, ánægður á verðlaunaafhendingunni.
Dómnefnd sem skipuð var til að skera úr um sigurvegara International Truck of the Year (ITOY) hefur haft tækifæri til að kynnast nýjum MAN TGX síðan í febrúar 2020. Það sem vakti hrifningu dómnefndar, auk akstursþæginda, er vinnurými bílstjórans með vel skipulagt og algerlega stafrænt mælaborð, auðskilin og aðgengileg stjórntæki í stýrishjóli fyrir aksturs- og margmiðlunaraðgerðir, ásamt nýstárlegu SmartSelect stjórnkerfi sem gerir val og aðgerðir auðveldar og án truflana. Hrifning dómnefndarinnar var ekki síðri þegar kom að hvíldaraðstöðu í nýja bílnum.
Á meðan á prufuakstri stóð, var nefndin einnig yfir sig hrifin af vistvænni EURO 6d driflínu MAN TGX, sem sparar allt 8.2 prósent af eldsneyti miðað við fyrri árgerðir, að hluta til endurhönnuðu ökumannshúsi að þakka þegar kemur að loftmótstöðu og svo GPS-tengdu MAN EfficientCruise.
Nefndin lagði einnig áherslu á mikið öryggi, sem með ratsjárstuðningi við beygjuaðstoð og akreinaskipti, Lane Return Assist og aðstoðarkerfi fyrir akstur í þungri umferð, tekur ekki aðeins álag af ökumanni, heldur eykur einnig á öryggi fyrir aðra í umferðinni. Síðast en ekki síst hafði MAN TGX sérstaklega sterk áhrif á fræðinga ITOY, vegna háklassa samskiptamöguleikum og úrval stafrænnar þjónustu, sem fæst með hönnun raf- og tölvukerfis bílsins, sem er nýjung og fyrst sinnar tegundar í atvinnubílaflokknum.
„Nýr MAN TGX tekur stórt skref fram á við hvað varðar þægindi ökumanna, sparneytni, tengingu og tengsl manns og vélar. Það er því enginn vafi á hvers vegna nýi MAN TGX var valinn vörubíll ársins 2021. Hann er framtíðarstýrður flutningabíll sem uppfyllir flutningsþarfir dagsins í dag og á morgun,“ sagði Gianenrico Griffini, forseti ITOYog tók saman dóm nefndarmanna við verðlaunaafhendinguna. Í samræmi við reglur alþjóðlegu verðlaunanna um vörubíl ársins eru hin árlegu verðlaun veitt þeim bíl, sem kynntur hafi verið á síðustu 12 mánuðum, sem hefur lagt mest af mörkum til sjálfbærrar þróunar flutninga á vegum heimsins. Matsviðmiðin eru tækninýjunar og fágun, en einnig nýjungar sem stuðla að heildarhagkvæmni, öryggi og umhverfisvernd.
„Einföldun viðskipta“ – með áherslu á flutningafyrirtæki og ökumenn.
Í febrúar 2020 kynnti MAN Truck & Bus almenning, í fyrsta skipti, fyrir nýrri kynslóð MAN vörubifreiða. Þessir glænýju bílar, með einkennandi ljónið í grillinu, hafa verið á leið til nýrra eigenda um alla Evrópu síðan snemma í sumar. Um leið og undirbúningsvinna við þróunarstarf hófst, bað MAN 700 bílstjóra og 300 fyrirtæki, um álit þeirra, kröfur og þarfir fyrir nýja bílinn og héldust þau samskipti allt þróunarferlið og var notað að leiðarljósi við hönnun á nýrri kynslóð MAN vörubifreiða. Vegna þessa, eru nýju bílarnir í samræmi við þarfir þessara fyrirtækja með tilliti til rekstrar- og kostnaðarhagkvæmni og um leið bjóða ökumanni upp á einstaka vinnuvistfræði, alhliða öryggi og þægilegt, afslappandi umhverfi í hvíldartímum.
Markmiðið var frá upphafi að taka eins mikið álag af ökumönnum og verktökum í daglegu starfi á grundvelli sífellt flóknari áskorana eins og vaxandi farmþyngd og sífellt strangari mengunarreglugerða, aukins skorts á ökumönnum og stafrænnar þróunar á skipulagsferlum. Nýja MAN kynslóðin nær þessu með framúrskarandi vörugæðum hvað varðar ökumanns miðað umhverfi, skilvirkni, öryggi og tæknilegri sjálfbærni. Ekki nóg með það, MAN setur einnig staðla sem öflugur og hæfur samstarfsaðili, hvað varðar stuðning frá því að samband er haft við viðskiptavin, meðal annars vegna nýrrar vöru rökfræði sem er stöðugt miðuð að fyrirhugaðri notkun ökutækisins og margra ára sérþekkingu á ábyggingum og sérbúnaði. Þegar þetta er sameinað ríkulegu þjónustuneti MAN og nýstárlegri stafrænni verkstæðisþjónustu, verður nýi MAN-inn framúrskarandi alhliða pakki sem sniðinn er að flutningaiðnaðinum og auðveldar dagleg störf fyrirtækja og ökumanns – í takt við einkunnarorð MAN: „Einföldun viðskipta“.
Um International Truck of the Year
Verðlaunin voru upphaflega veitt árið 1977 af breska blaðamanninum og ristjóra Truck tímaritsins, Pat Kennet. Í dag eru 24 dómnefndarmenn, fulltrúar leiðandi tímarita um atvinnubíla, um alla Evrópu. Þar að auki hefur ITOY á síðustu árum stækkað áhrifasvæðið sitt með því að skipa félaga í vaxandi mörkuðum í Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Ástralíu, Brasilíu, Japan, Íran og Nýja Sjálandi. Alls fer samanlagður lesendafjöldi þessara 24 tímarita, yfir eina milljón.