Meira afl og jafnvel enn meiri skilvirkni: MAN TGX sannar að lág eyðsla og mikil afköst eiga samleið. Það skiptir ekki hvort þú ekur um á hraðbrautum eða undir miklu álagi á framkvæmdasvæðum, þökk sé fjölda búnaða og vélaútgáfa, þá er MAN TGX fullkomlega hannaður til að falla að þínum þörfum, hverjar sem þær eru.
Hinn áreiðanlegi og veglegi konungur langflutninganna tekur á langkeyrslunni án vandamála – og það er gríðarlega hagkvæmt.
MAN TGX hefur allt um borð sem þú og þitt fyrirtæki þurfið til að gera reksturinn hagkvæman og til að auka ánægju ökumannsins með þægindum í akstri og hvíld, miklu togi í sambland af lágri eldsneytisnotkun. Aðstoðarkerfi sem staðal- og aukabúnaður eru til staðar til að auka hagkvæmni og öryggi á vegum úti, í vörubifreið sem er jafn einstaklingssniðin og fyrirtækið þitt.
Að innan:
Að innan er MAN TGX sniðinn til að auka þægindi og aðgengileika.
Í boði eru ýmsar gerðir af sætum, með hita og kælingu, tau eða leður. Tvær gerðir af útvarpstækjum eru í boði, staðalútvarp með minni skjá og svo tæki með stærri skjá þar sem bakkmyndavél (aukabúnaður) er sýnd á skjánum, auk leiðsögukerfis.
Hliðarmyndavél er nýjung sem staðsett er við farþegahurð og sér vel yfir það sem áður var blindhorn. Sú vél varpar mynd á sér skjá sem staðsettur er ofan á mælaborði farþegamegin.
Nýtt í MAN TGX er rafmagnsstýri, þar sem rafmótor á stýrisgangi léttir til muna átakið sem þarf við að stýra bílnum. Auk þess er stýrishjólið minna, 460mm í stað 500mm.
MAN TipMatic snúningstakkinn er nú kominn í mælaborðið og er hann nú sýnilegri og auðveldara að nálgast hann. Þetta þýðir að miðjustokkurinn er nú minni og straumlínulagaðri sem aftur eykur á plássið sem þú hefur til afnota.
Kæliboxið hefur nú verið fært undir rúmið sem einnig eykur pláss milli sæta og standpláss. Að aftan eru geymsluvasar staðsettir fyrir ofan rúmið svo auðvelt sé að nálgast hluti þegar þú hvílir þig milli ferða. Þar eru einnig aðgerðartakkar fyrir rúður, topplúgu og inniljós. Þar er einnig innbyggð klukka með vekjaraklukku og USB tengi.
Til að auka á þægindin þegar þú hvílist, eru lampar á stillanlegum örmum við hverja koju fyrir sig. Þeir virka bæði sem venjuleg lýsing, sem og leslampar.
Hægt er að fá auka hljóðeinangrun í ökumannshús MAN TGX, sem dregur úr utanaðkomandi hljóðmengun um 30%. Einnig er boðið upp á að fá skápaeiningu með örbylgjuofni, kaffikönnu, sjónvarpi og spennubreyti, ásamt auknu geymslurúmi (kemur í stað efri koju).
Ökumannshús MAN TGX kemur í þremur stærðum. Það fer eftir þínum kröfum hvert þeirra hentar þér. Í XL er eitt rúm og lægri lofthæð, en í XLX er möguleiki á að bæta við efri koju og í XXL er mesta lofthæðin auk efri koju.
XL – B: 2.44m, D: 2.28m, H: 1.66m
XLX – B: 2.24m, D: 2.28m, H: 1.94m
XXL – B: 2.44m, D: 2.28m, H: 2.15m (rúður í topp fyrir ofan hurðar bætast við)
Driflína:
Vélar TGX eru fjölbreyttar. D38 er flaggskip MAN TGX og er fáanleg upp að 640hö og 3000Nm í tog frá 930 snúningum og hefur um 1.9% minni eldsneytiseyðslu. D38 er einnig aðeins um 1.345kg og er ein léttasta línu6 vél á markaðnum. Erfiðir vegir og þungur farmur eru ekki erfiði fyrir þessa aflmiklu vél.
Eftirfarandi vélar eru í boði (vissar útfærslur hafa ákveðnar gerðir véla í boði):
D15 Euro 6 330hö – 9.0l með 1600Nm tog
D15 Euro 6 360hö – 9.0l með 1700Nm tog
D15 Euro 6 400hö – 9.0l með 1800NM tog
D26 Euro 6 430hö – 12.4l með 2200Nm tog
D26 Euro 6 470hö – 12.4l með 2400Nm tog
D26 Euro 6 510hö – 12.4l með 2600Nm tog
D38 Euro 6 540hö – 15.2l með 2700Nm tog
D38 Euro 6 580hö – 15.2l með 2900Nm tog
D38 Euro 6 640hö – 15.2l með 3000Nm tog
Ný vél er væntanleg frá MAN, D15 Euro 6. Þessi nýja vél dregur enn frekar úr eyðslu og ræður við þyngri farm þökk sé léttari eigin þyngd. Einfaldaður SCR búnaðurinn lækkar viðhalds- og viðgerðarkostnað þökk sé lengri tíma milli hljóðkútssíuþjónustu og skiptana.
Drifútfærslur eru margar og fjölbreyttar og fara þær eftir útfærslu bílsins, það er því aðeins spurning um hvað þú þarft.
Fjöðrun er í boði sem stál-stálfjöðrun, stál-loftfjöðrun og loft-loftfjöðrun. Í stál-stál eru fjaðrir að framan og aftan, í stál-loft er bíllinn á fjöðrum að framan og loftpúðum að aftan og í loft-loft er allur bíllinn á loftpúðum.
Hjólabil MAN TGX er fáanlegt í ýmsum útfærslum, sem og yfirhengsli grindar fyrir aftan miðju afturhjóla. Einnig eru vissar útfærslur til með stýranlegum afturöxli og búkka.
Í boði eru einnig fjöldi gerða af aflúttökum, bæði á gírkassa sem og á vél. MAN TGX hefur einnig úrval gírkassa.
Aðstoðarkerfi:
MAN TGX er útbúinn fjölda aðstoðarkerfa sem auka á þægindi ökumanns, hagkvæmni bílsins sem og öryggi í umferð.
Meðal aðstoðarkerfa í MAN TGX eru..
ESP: Stöðugleikakerfi, vaktar stöðugt hreyfingu bíllsins og grípur inn í með vél og mótorbremsu
ABS: Læsivörn fyrir hemla
LRA: Línuvari með leiðréttingu, kerfið grípur inn í og stýrir bíl inn á veginn
LGS: Línuvari sem lætur vita með víbring og hljóði ef ekið er yfir veglínu
ACC: Stýranlegur hraðastillir, hægt að velja bil á milli bíla t.d (stop and go væntanlegt)
ESS: Ef þarf að nauðhemla kveikir bifreið sjálf á Hazard ljósum bíls
ASR: Spólvörn
EBA: Neyðarbremsa ef ekið er of nálægt annari bifreið eða kyrstæðum hlut
MAN Attention Guard: Nemur þreytumerki og varar ökumann við með hljóðmerkjum
MAN BirdView: 360° sjónsvið í kringum ökutækið og þar með talið blindhorn
VAS: Sýnir hvað er við horn bílsins til að meta hvort öruggt sé að beygja
CDC: Kemur í veg fyrir að bíllinn fari að sviga við akreinaskipti, skarpar beygjur og snögghemlun
TPM: eftirlitskerfi með dekkjaþrýsting sem lætur vita ef þrýstingur dekkja fellur
… o.fl.
Ábyggingar og búnaður:
MAN TGX hefur upp á margt að bjóða og hægt er að fá fjöldan allan af ábyggingum og búnaði á TGX.
Sé það er vörukassi með eða án kælis, krani, sturtupallur, síló eða krókheysi, snjótannabúnaður, götuhreinsibúnaður, vörulyfta, þá getum við útvegað það.
Meðal annars bjóðum við upp á..
Palla og vagna ásamt glussakerfi frá Meiller Kipper
Krana, krókheysi og glussakerfi frá HYVA
Krana frá Maxilift
Sturtupalla frá Sörling
Krókheysi frá JOAB
Síló frá Spitzer
Síló frá WM Tarm a/s
Fóðurbúnaður og vagnar frá Welgro
Vörukassa frá Igloocar
Vörukassa frá Humbauer
Ljósaboga frá Metec
Myndavélakerfi frá Orlaco
…og svo mætti lengi telja.
Hafðu samband við okkur og við finnum réttu lausnina fyrir þig.
Hlekkir:
MAN Truck & Bus: TGX Long-haul transport
MAN Truck & Bus: TGX D38 Long-haul transport
MAN Truck & Bus: TGX Heavy-duty transport
MAN Truck & Bus: TGX D38 Heavy-duty transport
MAN Truck & Bus: TGX Distribution transport
MAN Truck & Bus: TGX Truck configurator (settu upp þinn TGX)
Myndasafn: