TGE



Í fyrsta sinn býður MAN upp á sendibíla og minni flokkabíla. Fram að þessu voru 7.5 tonnin það minnsta sem MAN bauð upp á, en nú verður það 3 tonn. Með TGE kemur léttflutningabíll í hóp fjölda milli- og þungaflutningabifreiða.

Bíllinn verður fáanlegur frá 3 tonnum og upp í 5.5 tonn og er búinn 2.0 lítra dísilvél sem er fáanleg í fjórum útfærslum: 75kW/102hö, 90kW/122hö, 103kW/140hö og 130kW/177hö.

Auk lokaðs sendibíls og vinnubíls, er fjöldi möguleika á yfirbyggingum aukinn með grindarbílum með einföldu húsi eða flokkahúsi. Flokkahúsið verður fáanlegt í fjölda útfærslna. Í hinum nýja TGE verða tvær hjólhafsútfærslur, þrjár þakhæðir og þrjár bíllengdir í boði. Í lokaða sendibílnum verða lengdirnar 5.983mm, 6.833 og upp að 7.388mm. Hæðin er áætluð í 2.340mm, 2.575mm og 2.800mm. Hámarks rúmmál er 18.3 rúmmetrar. Björt og góð LED-innilýsing verður staðalbúnaður í vörurými bílsins.

Þegar kemur að drifrásinni er MAN TGE fáanlegur með fram-, aftur- eða fjórhjóladrifi og eru allar útfærslurnar fáanlegar með annað hvort 6-gíra beinskiptingu eða 8-gíra sjálfskiptingu.

Innanrými bílsins er hugsað með ökumann og farþega í huga. Fjöldi vel skipulagðra hirslna og rekka eru til staðar til að hámarka skipulag og þægindi. Ökumannssæti verður fáanlegt í fjórum útfærslum og býður upp á kjörstuðning fyrir þægindi í langtímaakstri. Áklæði, fengið úr vörubifreiðalínu MAN, er slitsterkt og tryggir langlífi sætisins.

EBA (Emergency Brake Assist) verður staðalbúnaður, en með þessum búnaði mun MAN leggja sitt af mörkum í að auka umferðaröryggi. Fjarlægðarskynjarar fylgjast með ökutækjum fyrir framan TGE til að hjálpa til með að stytta bremsuvegalengd. Að auki mun EBA-kerfið sjálfkrafa bremsa niður ökutækið á lágum ökuhraða og þar með draga úr einu af algengustu tjónunum og slysum: innanbæjarárekstrum. Bakkstuðningskerfi sem og hjálparkerfi fyrir aftanívagna, eru hentugir valmöguleikar. Rafvélvæna stýrið vinnur á móti gagnstýrikröftum, t.d. sterkum hliðarvind.

Fjarlægðarstýrt „cruise control“ tryggir þægindi á lengri akstursleiðum. Þreytuskynjun og fjölöryggisbremsun auka heildaröryggi bílsins: það seinna getur komið í veg fyrir árekstur við aðrar hindranir og vegfarendur.

TGE lagerbílar á söluskrá: Smelltu hér

TGE heimasvæði: Smelltu hér

 

Niðurhal:
MAN TGE bæklingur (enska)
MAN TGE tæknilegar upplýsingar (enska)

Hlekkir:
MAN Truck & Bus: TGE van