MAN XLION pakkinn er nýjung frá MAN og er fyrir allar gerðir TG-vörubifreiða: TGL, TGM, TGS og TGX.
Kynntu þér MAN XLION pakkann HÉR eða hafðu samband við sölumenn okkar fyrir frekar upplýsingar.
MAN XLION pakkinn er nýjung frá MAN og er fyrir allar gerðir TG-vörubifreiða: TGL, TGM, TGS og TGX.
Kynntu þér MAN XLION pakkann HÉR eða hafðu samband við sölumenn okkar fyrir frekar upplýsingar.
Líkt og háklassa íþróttafólk, þá veita MAN vörubifreiðar hámarks afköst, daginn út og inn. Áreiðanleiki, hagkvæmni í afli verða í öllum útfærslum.
Með MAN XLION búnaðarpakkanum, eru MAN vörubifreiðarnar okkar fullkomlega uppsettar og verða við öllum þínum óskum og kröfum – og þannig skilast hámarksafköstum, hvort sem er í langflutningum, vörudreifingum eða á iðnaðarasvæðum.
XLION vörubifreiðar okkar skora einnig hátt þegar kemur að þjónustu: Útbúnaðarpakkar þeirra eru þeir fyrstu til að innihalda MAN DigitalServices sem um leið er mikilvægur þáttur pakkans. Með XLION útbúnaðarpakkanum ertu einnig að hagnast á sérstökum viðhalds- og viðgerðarsamningum.
Gríðarlega áreiðanlegur | Gríðarlega öflugur | Gríðarlega fjölhæfur |
MAN TGX XLION hefur það sem til þarf til að vera á toppnum á lengri ferðum og skila hámarks afköstum. Hámarksafl er 640hö og fjöldinn allur af öryggis- og þægindabúnaði. | Með MAN TGS XLION getur þú léttilega tekist á við erfiðustu aðstæður. Aflmikill og hámarks öryggi, sérstaklega á iðnaðarsvæðum. | Eins fjölbreyttur og vörurnar sem þú flytur, MAN TGM og TGL með XLION pakkanum eru hinar fullkomnu vörubifreiðar á öllum sviðum vörudreifingar. |
MAN XLION fyrir langflutninga:
Hannaður með stuðning og hámarksþægindi í huga, sem tryggir öryggi og vellíðan, sér í lagi í lengri ferðum. Það á við um hvíldina líka. Nokkrir af hápunktum MAN XLION eru sem dæmi LED dagljós, hágæða krómlistar í stuðara sem gefur stílhreint útlit. MAN Sound System gefur góðan hljóm. Í Driver Comfort Package er:
MAN XLION fyrir iðnaðarsvæði:
Gerður fyrir þrek og styrk. XLION pakkinn setur MAN TGS fremstan í krefjandi verkefni. LED dagljós, sérstakt ABS-kerfi gert fyrir torfærðar akstursleiðir, „Urban Concrete“ innréttingin og MAN Sound System er meðal þess sem kemur með XLION pakkanum. Þökk sé öflugum útbúnaði þá getur þú treyst á hámarksafköst og verið öruggur á vinnusvæðinu á sama tíma.
MAN XLION fyrir vörudreifingu:
Fjölbreytnin í fyrirrúmi: Með fjölda ökumannshúsa í boði, þá eru MAN TGM og TGL sannreyndir járnkarlar í vörudreifingu. Með XLION pakkanum höfum við hannað aðstöðu ökumanns til hins ítrasta: loftkæling, MAN Sound System, handfrjáls búnaður og fjöldi valmöguleika fyrir allar gerðir bíla, tryggir þægindi og öryggi í hverri ferð.
MAN vörubifreiðar með XLION pakka
Sjáðu hvernig XLION pakkinn kemur út á þínum MAN vörubíl. Prófaðu samsetningarforrit MAN og sjáðu hvernig XLION lítur út í þinni uppsetningu – eða skoðaðu einhverja af útfærslum okkar með sérstökum pökkum.
MAN TGX 18.430 4×2 LLS með MAN XLION pakka | MAN TGL 8.190 4×2 BL með MAN XLION pakka | MAN TGX 18.510 4×2 BLS |
MAN TGX er útbúinn með þeirri hugsjón að vera langflutningabíll með mikla lestun, þökk sé afkastamikilli MAN D26 vélinni, MAN TipMatic PROFI með Idle Speed Driving, hæðarstillanlegum dráttarstól með sjálfvirkri smurstöð og MAN XLION pakka. | Útbúinn með hinni nýju D08 vél og MAN XLION pakka fyrir vörudreifingu. MAN TGL er alltaf klár í slaginn og verkefni dagsins. | Millihár dráttarbíll tilvalinn í fjölbreytt verkefni. Hann tekur sig vel út með MAN XLION pakkanum eins og sjá má hér. |
Sjá í uppsetningarforriti | Sjá í uppsetningarforriti | Sjá í uppsetningarforriti |
Hér getur þú svo sett upp MAN vörubifreið, algerlega eftir þínu höfði.
Þjónusta fyrir sigurvegara: MAN Comfort og MAN ComfortSuper
MAN XLION pakkarnir okkar bjóða upp á hámarks afköst þar sem lögð er áhersla á skilvirka þjónustu í viðgerðar- og viðhaldsmálum. Nýttu þér sérstök ákvæði MAN XLION þjónustusamningana. MAN Comfort og MAN ComfortSuper veita þjónustu, tryggingu og öryggi til að mæta þörfum þínum og væntingum. Við hönnuðum báða þjónustusamningana með þig í huga – fyrir hámarks afköst, framlegð, áreiðanleika og umfram allt, topp hagkvæmni á þinni MAN vörubifreið.
MAN Comfort þjónustusamningurinn nær yfir alla þjónustu og ástandsskoðun sem er að finna í þjónustubók bílsins. Við sjáum um samninginn fyrir þig, sem þýðir þú þarft ekki að hafa áhyggjur af skipulagningu á viðhaldi bílsins. MAN ComfortSuper er okkar alhliða þjónustusamningur. Auk þjónustunnar sem er að finna í MAN Comfort þjónustusamningnum, þá nær MAN ComfortSuper yfir allar viðgerðir á slithlutum og þær viðgerðir sem vörubifreiðin þín þarf á að halda.
*MAN ServiceCare