Fjórða árið í röð, er MAN á toppnum sem söluhæsti Evrópski vörubifreiðaframleiðandinn, í Rússlandi. Tölur frá hinu rússneska Evitos-Inform Institute frá 2013 sýna að alls voru 29.300 nýskráningar á bifreiðum yfir 6 tonnum að eigin þyngd. Af þessum nýskráningum, voru 6.435 MAN vörubifreiðar, sem gerir söluhlutfall MAN 22% (samanborið við 28% hér á landi).
Almenningsþjónustubifreiðar og sérútbúin tæki eiga stóran hlut í þessari velgengni MAN í Rússlandi. Núna í febrúar munu 260 nýir MAN TGL dráttarbílar verða teknir til nota hjá bílastæðaeftirliti Moskvuborgar og draga í burtu ólöglega lagðar bifreiðar eða faratæki sem hreinlega eru fyrir almennri umferð. Ekki er óalgengt að Mosvkubúar séu nokkra klukkutíma í og úr vinnu, þó vegalengdin sé ekki nema nokkrir kílómetrar. Neyðarbílar, svo sem lögregla og slökkvilið, þurfa auk þess oft aðstoð þessara dráttarbíla.
Þessir 12 tonna, 180ha MAN TGL, liðlegir til bæjaraksturs, eru á loftpúðafjöðrun að aftan. Þeir eru útbúnir krana og bílaflutningapalli og geta dregið farartæki upp að 5 tonnum. Kraninn dregst út um 10 metra og geta þessir bílar því fjarlægt faratæki sem eru nokkrum akreinum í burtu. Þessir TGL eru því ekki aðeins hentugir fyrir borgarvinnu, heldur einnig fjölakreina vegi og hraðbrautir.