MAN TGX Lion Pro Edition

Arnar Fréttir Leave a Comment

MAN TGX Lion Pro Edition

 

Afköst og hámarks þægindi. MAN LION PRO sameinar þessi tvö atriði til að mæta kröfum. Á þjóðvegunum er vörubifreiðin vinnusvæði sem og heimili á hjólum.

Að utan er MAN LION PRO geislandi af öryggi og stíl. Einkennandi carbonútlit og háglans krómbogar í stuðara, hliðum og topp gera þessa sérútgáfu að augnakonfekti.

Á keyrslu verður vörubifreið að heimili. Þess vegna er innanrými MAN LION PRO hannað með hámarks þægindi í huga. Vel hlaðinn búnaði sem þjónar þeim tilgangi að veita ökumanni og farþega hámarks þægindi sem og notagildi, sem dæmi er klæðning að innan úr ekta leðri og Alcantara og loftkælt ökumannssætið tryggja fullkomið umhverfi við stýrið.

MAN Professional Media Package inniheldur hágæða leiðsögukerfi og fyrir var innbyggt hljóðkerfi. Hagnýtt geymslurými er í boði í innfellanlegu kæligeymsluhólfi. Vel hannaður búnaður sem tekur ekki óþarfa pláss.

Bíllinn kemur hlaðinn aukabúnaði að innan sem utan. Ertu að leita eftir aukabúnaði? Í boði eru MAN útlits- og þægindapakkar til að skapa þinn eigin MAN LION PRO

 

 

MAN LION PRO „Real Life“ pakkinn

 • Ryðfrír ljósabogi á topp með fjórum halogen kösturum
 • Póleraðir bogar undir framstuðara og á hliðum
 • LED stemmningarlýsing
 • Álfelgur með háglans póleruðum felguhringjum
 • Ryðfrí stálþrep

MAN LION PRO „Comfort“ pakkinn

 • Sterkbyggð veggeining með miklu geymslurými
 • Snúanlegt farþegasæti
 • Hengirúm til að slappa af í (hægt er að fjarlægja)

MAN LION PRO „Premium Comfort“ pakkinn

 • Sterkbyggð veggeining með állokum
 • Eldhús með örbylgjuofni og kaffivél
 • Sjónvarp sem hægt er að lyfta upp og loka af
 • Snúanlegt farþegasæti
 • Hengirúm til að slappa af í (hægt að fjarlægja)
 • 230V tengi

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *