MAN TGX D38

Arnar Fréttir

Hagkvæmni mætir frammistöðu

T_tgx-d38_kampagne_gr_width_300_height_225Á IAA Commercial Vehicles 2014, munu MAN kynna toppinn á framleiðslulínu sinni, TGX D38. Flaggskip þetta sérhannaða drifrás með fjöldan af nýjungum þegar kemur að hagkvæmnisvirkni og er hannaður fyrir krefjandi flutninga. 

Grunnþátturinn er hin nýþróaða D38 sex-sílindra línuvél með slagrými upp á 15.2 lítra. Þessi aflgjafi stendur fyrir frábær aflafköst og hafa  520, 560 og 640* hestafla mótorar bæst við TGX flotann. 

Mun D38 bíllinn verða auðkenndur með mattsilfruðum spegilbökum og vatnskassahlíf ásamt “D38” krómmerkjum á hurðum.

 

 

Með TGX D38, hafa MAN sett stefnufasta áherslu á rekstrarkostnað (Total cost of ownership – TCO) og sameinar.. 

  • hinn nýja D3876 mótor 
  • áframhaldandi þróun á skiptikerfinu MAN TipMatic® 2 með nýrri gírvirkni 
  • GPS-stýrður hraðastillir MAN EfficientCruise

 .. til að mynda einstaklega öflugan heildarpakka. 

MAN TGX D38 stendur fyrir hið tilvalda ökutæki fyrir byggingasvæði, timburiðnað og krana. Er hann fáanlegur í venjulegri sem og meðal heildarhæð með sterkum stálstuðurum. TGX D38 nær toggildum sínum strax við 930 snúninga (/mín) þökk sé tveggja stiga túrbínu. Hámarkstog er einnig nýtanlegt á víðu snúningssviði, frá 930sn/mín upp till 1350sn/mín.

T_tgx-d38_motor_width_300_height_225Þriðju kynslíðar Common Rail kerfi með hámarksþrýsting upp á 2500 bör, mun svo veita svo gott sem agnalausan og hreinan úða, fyrir kjörnýtingu eldsneytis. D38 mótorinn mun einnig í fyrsta skipti í dísilvörubílamótor, nota “burper” ventla. Þessi hönnun mun gera bæði ventla sem og ventlasæti einstaklega endingargóða. 

Hið nýja TopDown kælikerfi mun svo dæla kælivökva ofan í hedd D38 mótorsins, beint á háhitasvæði og mun þar af leiðandi draga úr sliti. Átta heddboltar þrýsta nú saman heddi og stimpilslífum við vélarblokkina, fyrir hámarks samsetningu. Auk lægri olíunotkunnar, þá eykur þetta einnig líftíma heddpakkninga.    

Í “heady-duty” útfærslum, mun TGX D38 því hafa afberandi togkraft frá lágmarkssnúning og getur skipt upp snemma og viðhaldið hærri gírum við hátt tog. Hámarkstog upp á 2.500 Nm (520HP), 2.700 Nm (560HP) og 3.000 Nm (640HP*) er til staðar í öllum gírum.

 

MAN TipMatic® 2 – Ný eldsneytissparandi gírvirkni

Í öllum útfærslum er TGX D38 útbúinn með MAN TipMatic® 2. Býður það upp á þrjá nýja gírmöguleika fyrir enn meiri hagkvæmni með hámarks skilvirkni. 

T_tipmaticMeð Speed Shifting, skiptir MAN TipMatic® 2 hraðar milli þriggja efstu gíranna, 10, 11 og 12. Þetta gerir gírkassanum mögulegt, sem dæmi í upphalla, að skipta niður hraðar og skorturinn á gripafli verður styttri. Skriði er því viðhaldið og með því sparast eldsneyti. 

EfficentRoll er hannað fyrir minniháttar niðurhalla á stofnbrautum sem og innanbæjarvegum. MAN TipMatic® 2 skiptir sjálfkrafa í hlutlausa stöðu og lætur bifreiðina renna án þess að vélarbremsa hægi á hraða ökutækisins. Bifreiðin heldur því skriði sínu áfram með aðstoð niðurhallans, alveg að jafnsléttu eða upphalla. 

Idle Speed Driving virknin notar hið háa tog 15.2 lítra vélarinnar á lágum snúning og veitir meiri þægindi þegar keyrt er hægar og eykur á eldsneytissparnað. Þetta er sérstaklega hagstætt í umferð þar sem mikið þarf að stopp og taka af stað, sem og þegar komið er að hringtorgum. Í aðstæðum sem þessum, mun bifreiðin halda ferð sinni áfram við lausagangshraða með kúplinguna tengda, nema bílstjórinn bremsi. 

 

GPS-stýrður hraðastillir – EfficientCruise

Hinn GPS-stýrði hraðastilli, EfficientCruise, notar vistaðar kortaupplýsingar til að nema upp- og niðurhalla á akstursleiðinni framundan. Bifreiðin keyrir því sjálfkrafa með sérstakri framsýni, það er, hún getur aukið skriðið á hnitmiðaðan hátt áður en komið er að upphalla og, við enda hallans, getur látið sig renna yfir hæðina á lækkuðum hraða.  

T_tgx-d38_tempomat_width_300_height_225Notkun á EfficientCruise í langflutningum eða dreifingaflutningum getur lækkað eldsneytisnotkun um allt að 6% – án tímataps í keyrslu. Jafnvel eftir fjölda tíma í keyrslu, getur EfficientCruise enn opnað fyrir inngjöf með einstakri nákvæmni, sem leyfir því ökumönnum að einbeita sér að fullu að akstrinum. 

Með gildum fyrir settan hraða og hraðaþols, valið af ökumanni, reiknar EfficientCruise viðeigandi hraða fyrir kjöreldsneytisnotkun fyrir bæði upp- og niðurhalla og stillir hraða í samræmi við það. 

 

* aðeins í “heavy-duty” útfærslum.