TGX D38 „100 Years Edition“

Arnar Fréttir

Ryðfríar grindur, logandi ljón og fullbúinn þægindum.

100yearsLogoMAN mun halda upp á 100 ára framleiðsluafmælið með glæsilegu, sannkölluðu flaggskipi: TGX D38 „100 Years Edition“. Þessi afmælisútgáfa verður í boði sem 520 eða 560hö og útbúnaðurinn ætti að heilla þá viðskiptavini sem hafa hreinræktaða ástríði fyrir MAN: háglans ryðfríir ljósbogar með innbyggðum LED ljósum að framanverðu sem og á hliðum.  Stóru ljósbogarnir með fjórum halogen ljósum og þrepin upp í húsið eru einnig úr ryðfríu stáli.

Tvö stór logandi ljón eftir endilagri hlið bílsins setja sterkan svip á útlit bílsins. Ljónið skreytir einnig sætisáklæðin á sætum bílsins.

Frumsýndur á MAN Trucknology-dögum.

Heinz-Jürgen Löw, sölu- og markaðsstjóri, er stoltur af nýja ljóninu sem var frumsýnt á MAN Trucknology Days, dagana 19. til 21. mars í Munchen. „100 Years Edition býður upp á einstaka afkastagetu og hagkvæmni TGX D38 með eftirtektarverðum viðbótum. Fyrstu viðskiptavinirnir munu fá sín eintök afhent í júlí á þessu ári. Ég er þegar farinn að hlakka til að sjá þessa bíla á götunum“

Helstu atriði „100 Years Edition“

Nýir litir munu prýða þessa afmælisútgáfu. „MAN Stone Grey Metallic“, „MAN D38 Red“, „Man Steel Blue Metallic“ og „MAN Crystal White Metallic“ eru hinn fullkomni grunnur fyrir hið rauða og appelsínugula, logandi ljón.

Afmælisútgáfan mun einnig fanga athygli vegfarenda með glansandi felgunum: hinar gljámiklu EVO álfelgur viðhalda gljástigi sínu með sérstakri yfirborðshimnu og þar að auki eru ryðfríir stáltappar yfir felgurónum.

Aukin ökumannsþægindi er aðalatriði ökumannsrýmis 100 Years Edition. „Plus“ hljómtækja- og upplýsingapakkinn færir ökumanninum allan fáanlegan aukabúnað fyrir keyrslu sem og hvíldartíma með öflugu hljóðkerfi, MAN Media Truck Advanced útvarpstæki með leiðsögukerfi með sérstöku vörubifreiðakerfi, USB tengli fyrir tónlist sem og til að hlaða síma og önnur raftæki, innrauð fjarstýring og handfrjáls Bluetooth-búnaður.

Kjöraðstaða þegar kemur að akstursstöðu, hvíld og svefni er aðaláherslan í ökumannsþægindapakkanum. Þessir pakkar eru fáanlegir fyrir einn ökumann eða útbúnir fyrir tvo. Loftfjaðrandi sæti fyrir ökumann og farþega með mjóbaks- og síðustuðning, stillanlegum öxlum og hita veita fullkominn stuðning á lengri akstursleiðum. Sólskyggni og gardínur, lesljós, fótskemlar og armhvílur fyrir ökumann og farþega er staðalbúnaður. Fjölvirkt sýrishjólið, fjölskipt miðstöð og kælibox með borði fullkomna innrarýmið.

MAN mun setja „100 Years Edition“ á markað víðsvegar um Evrópu. Eru þeir smíðaðir eftir hæstu gæðastöðlum MAN í verksmiðju þeirra í Munchen og sérútbúnið í Truck Modification Center. Deildin, sem sér um úrvinnslu og afgreiðslu á sérpöntunum viðskiptavina, mun taka við bílunum við enda framleiðslulínunnar í Munchen-verksmiðjunni.

 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af MAN TGX D38 „100 Years Edition“