MAN leggur sitt af mörkum í UR:BAN verkefnið með rannsókn á aðstoðarkerfum fyrir hagkvæmari og öruggari þéttbýlissamgöngur.
Rannsóknarnefnd mun kynna stöðu verkefnisins í Braunschweig:
* Mannlegi þátturinn í umferðinni: Samvinna milli ökumanns og ökutækis.
* Kerfistengd umferð: “Green Wave” aðstoðarkerfið.
* Myndræn aðstoð: Alhliða útsýni fyrir flutningabifreiðar.
Sem hluti af UR:BAN rannsóknarverkefninu, þá er MAN að leita leiða til að gera flutningabifreiðar öruggari og hagkvæmari í borgarakstur. Eftir tveggja ára vinnu við UR:BAN mun rannsóknarnefnd kynna niðurstöður fyrsta áfanga verkefnisins í dag, 14. maí, í Braunschweig, Þýskalandi.
Eberhard Hipp, yfirmaður rannsókna hjá MAN Truck & Bus, stýrir verkefninu: “Umferðarástand í borgum er að verða flóknara. Vegfarendur eru akandi í mjög þéttri umferð, sem gerir viðbragðstíma stuttan. Okkar markmið með þessu verkefni er að greina umferðarhreyfingu með notkun nýrra kerfa og nýrri tækni og með því ákveða ökuaðferðir til að fá sem besta eldsneytisnotkun, greina hættulegar aðstæður og verja ökumenn gegn mögulegum mannlegum mistökum.”
Eberhard Hipp, yfirmaður rannsókna bifreiða hjá MAN Truck & Bus
“Við vonumst eftir marktæku framlagi í átt að hagkvæmni og öryggi á vegum, með þessu verkefni. Allar rannsóknir miðast að ökumanninum.” útskýrir Hipp.
Mannlegi þátturinn í umferðinni
Við “Human Factors in Traffic” undirverkefnið hafa rannsakendur MAN kannað hvernig ökutæki geta á sem hagkvæmastan máta veitt upplýsingar frá aðstoðarkerfum til ökumanns í þungri borgarumferð og hvernig ökumannsrýmið getur verið hannað til að sýna nákvæmlega réttar upplýsingar til ökumanns, við hvaða umferðaraðstæður sem við á.
Í borgarkeyrslu eru samskipti milli ökutækis og ökumanns, ákaflega mikilvæg: umferð er þétt og því þurfa ökumenn að viðhalda hámarks einbeitingu til að geta brugðist við aðstæðum sem breytast mun oftar en við utanbæjarakstur. Fólks- og flutningabifreiðar hafa þegar fjölda rafrænna aðstoðarkerfa til að styðja við ökumann. Hagur ökumanna og annarra vegfarenda er sá að kerfin eru alltaf á vakt – og þau þreytast ekki, svo þau geta ávalt varað ökumann við og gripið inn í nánast samstundis, komi upp sú staða. Þó fjöldi kerfa muni aukast enn frekar, þá er mikilvægt að ökumenn verði ekki kaffærðir í skjám og viðvörunum frá þessum aðstoðarkerfum. Þar af leiðandi var eitt af aðalrannsóknarefnum hjá MAN, tengingin milli ökumanns og ökutækis.
Markmiðið hjá rannsóknarnefnd MAN er að ökumaður verði fyrir sem minnstu ónæði. Upplýsingar þurfa að vera minnkaðar í lágmarksþörf og svo miðlaðar til ökumanns á skilvirkan máta.
Í fyrsta stigi verkefnisins, hafa MAN verið að vinna með atvinnubílstjórum með notkun ökuhermis. Rannsakendur hafa verið að ákvarða hvaða upplýsingar ökumenn þurfa við óþekktar aðstæður þar sem bifreiðin setur sinn eigin hraða innan borgarinnar.
Karlheinz Dörner, yfirmaður rannsóknar á Ökumannsaðstoð og rafkerfa: “Þetta gefur okkur raunhæfa mynd á upplýsingum sem vöruflutninga- og fólksflutningabílstjórar þurfa og ætlast til að hafa, svo þeir geti ekið örugglega og skilið kerfi ökutækisins. Til dæmis getum við lært hvernig við veitum upplýsingar til ökumanns um “Green Wave” aðstoðina svo þeir geti nýtt hana sem best.”
“Svo getum við innleitt það við hönnun á sérstökum þáttum varðandi tengingu á milli manns og tækis. Þetta á við bæði búnaðinn, það er stjórnbúnað, skjái, hljóð og skynjara, sem og hugbúnað, sem dæmi hvenær upplýsingar eru birtar og hve mikið af þeim. Niðurstöðurnar ættu að veita ökumanni róandi, hagkvæmari og öruggari reynslu af borgarakstri”, segir Dörner.
Þetta undirverkefni er tengt öðru svæðum sem MAN er að kanna innan UR:BAN verkefnisins: Green Wave aðstoðarkerfið og alhliða útsýni. Tenging ökumanns við ökutækið er einnig mjög mikilvægur hluti þessa verkefnis og hefur fengið sérstaka athygli. Í öðru stigi verkefnisins mun rannsóknarnefndin kynna frumgerð á stjórnklefa sem sýnir niðurstöður rannsóknarvinnu þeirra.
“Green Wave” aðstoðarkerfið
Í “Networked Traffic System” undirverkefninu er MAN að þróa Green Wave aðstoðarkerfi. Markmiðið er að hámarka nýtni á grænum umferðaljósum á aðalumferðaræðum innan borgarmarka til að spara eldsneyti og tíma.
Fyrirsjáanlegur akstur sparar eldsneyti – þetta á sérstaklega við vörubifreiðar sem og rútur, þar sem það þarf mikla orku til að hreyfa 40 tonna farartæki úr kyrrstöðu upp í um 50km/klst. Tíð stopp og inngjöf frá kyrrstöðu við borgarakstur dregur úr háhagkvæmni nútíma flutningabifreiða.
Þetta er eitthvað sem þróunarsvið MAN vill breyta: “Þú getur sparað mikið af eldsneyti með því að keyra bifreiðina á nákvæmlega réttum hraða svo það verði óþarft að þurfa alltaf að stoppa og taka af stað.” segir Walter Schwertberger, yfirmaður rannsókna á ökumannsaðstoðarkerfum hjá MAN. “Þetta er hugmyndin á bakvið Green Wave aðstoðarkerfið. Umferðaljósakerfið sendir þráðlaust upplýsingar um skiptingu ljósa til ökutækisins. Ökutækið tekur þessar upplýsingar og kemur með viðeigandi akstursmáta til að hægt sé að aka um á grænum ljósum á akstursleiðinni. Með öðrum orðum, ökutækið velur sjálfkrafa sinn eigin viðeigandi hraða.”
Til að þetta sé mögulegt, þarf nauðsynlegur samskiptabúnaður að vera settur upp: miðlarar þurfa að geta sent upplýsingar frá stjórnbúnaði umferðarljósa. UR:BAN verkefnið vinnur nú með tveimur borgum að þessu: Düsseldorf og Kassel.
Alhliða útsýni fyrir flutningabifreiðar
Í “Cognitive Assistance” undirverkefninu er MAN að vinna við að framfara þróun á alhliða sýnileika til að mæta flóknum kröfum fólksflutningabifreiða og vörubifreiða í borgarumferð.
Fólksflutningabílstjórar í borgarhlutum mæta sérstökum áskorunum er þeir aka um þröngar borgargötur. Þetta á meðal annars við um að hleypa farþegum örugglega í og úr vögnum á stoppustöðvum, ökuleikni um á gatnamótum innan um gangandi vegfarendur og hjólafólk, götur með flöskuhálsa, aðkomandi umferð og skiptingu akreina.
“Myndavélakerfið er hannað til að veita ökumanni skiljanlega yfirsýn á aðstæðum í kringum ökutækið.” segir verkefnastjórinn Walter Schwertberger. Vinna menn að því að innleiða skjá með fuglssýn á umhverfi ökutækisins, sérstaklega fyrir flutningabifreiðar. Sérstök athygli er lögð á að flytja upplýsingar til ökumanns á máta sem samsvarar þörfinni miðað við umferðaraðstæður. Kerfið sjálfkrafa velur viðeigandi myndavél miðað við akstursaðstæður – sem dæmi, hægra framhorn á rútunni þegar keyrt er inn á stoppustöð (fyrir vinstrihandar ökutæki).
Verkefnið er hluti af nauðsynlegri undirbúningsvinnu til að mæta þörfum flutningabifreiða, með flóknum tæknihindrinum sem þarf að yfirstíga, svo sem hvernig eigi að sameina myndir frá fjölda myndavéla í einn skjá, sem ökumaður getur svo auðveldlega meðtekið á augabragði og einnig hvernig eigi að sýna rétta mynd breytilegra sjónarhorna á liðvögnum. Rannsóknarverkefnið er ekki að einblína á að skapa viðvaranir fyrir sérstakar hættur, heldur er markmiðið að þróa kerfi sem veitir ökumanni sem besta yfirsýn í flóknum ökuaðstæðum, sem dæmi við að bakka.
UR:BAN rannsóknarverkefnið
UR:BAN er samvinnuverkefni 31 fyrirtækis, háskóla, rannsóknastofa og borga. Saman vinna þau að þróun ökuaðstoðar- og umferðarstjórnunarkerfa til að auka hreyfanleika innan borgarmarka. Markmiðið: örugg og hagkvæm borgarumferð – sem flæðir frjálst. Heildar fjárhagsáætlun sem útlutuð hefur verið í verkefnið er €80.000.000, þar sem þýska fjármála- og orkumálaráðuneytið (BMWi) veitir helming þeirrar fjárhæðar. Borgir eru áherslupunktur umferðastefnu Evrópusambandsins, þar sem 70% Evrópubúa eru borgarbúar. UR:BAN verður haldið áfram til ársins 2016.