MAN áklæði í litum

Arnar Fréttir

Með tímanum fara sæti í bílum að láta á sjá. Mikið álag er á áklæðum flutningabifreiða þar sem oft er verið að setjast inn og svo út aftur. Þetta þýðir að tauið og svampurinn smám saman gefur sig og þægindi sem og útlit fara hrakandi. 

Mælt er með því að setja sætisáklæði á það sæti sem meira álag er á, jafnvel bæði. Þegar áklæðið er orðið slitið, er einfaldlega skipt um. Það er því ódýrari og hagkvæmari lausn en að skipta um sæti. 

MAN býður upp á svargrá áklæði þar sem miðjusvæði þeirra er fáanlegt í þremur litum. Grátt, blátt og rautt.

Hitastigi sætisins er haldið þægilegu með riffluðum Thermotex svampnum, en þannig hleypir hann lofti betur um sætið. Með Drytex efninu er rakaheldni áklæðanna mikil. Efnið dregur í sig raka sem við gefum frá okkur, þannig að sætið er alltaf þurrt. Áklæðið má þvo. 

Þessi áklæði passa í allar MAN TG-gerðir.