Upphaf á nýju tímabili
Með nýjustu kynslóð MAN Lion‘s City er algerlega ný gerð af strætisvögnum kynnt fyrir innanbæjarkeyrslu. Fjöldinn allur af tæknilegum framförum, að innan sem utan, hafa verið sameinaðar við hönnun á nýja MAN strætisvagninum.
Þar til núna hefur hinum nýja MAN Lion‘s City verið haldið vel leyndum þegar á prufum stóð, en nú hefur hulunni verið svipt af honum og í ljós kemur algerlega endurhannaður strætisvagn sem þó erfir sterk gen fyrri MAN vagna. Með skýra stefnu að hagkvæmni, þægindum og notendavænna umhverfi, hafa hönnuðir MAN sett ný viðmið þegar kemur að t.d. ökumannsrými og lýsingu. Á sama tíma stenst MAN Lion‘s City vagninn allar núverandi reglugerðir ásamt öllum þeim sem áætlaðar eru.
Að utan er nýi vagninn greinilegt sýnidæmi um hið nýja útlit á MAN strætisvögnum og rútum. Fjöldi eftirtektarverðra atriða, svo sem auðþekkjanleg aðalljós, þar sem innfeld er LED-rönd sem dagljós, ásamt hinu þekkta, svarta MAN grilli og krómlista, ásamt stórum hliðarrúðum. Þetta gefur útlit vagnsins ekki eingöngu kraft, því sem hlutaskiptar einingar stuðla að hagkvæmari viðhaldskostnaði. Afturhluti MAN Lion‘s City er einnig auðþekkjanlegur. Gegnsær og einstakur og sígilt fyrirkomulag tryggir fullkomið aðgengi að hinum ýmsum búnaði sem þar er. Hin nýja hönnun á MAN vögnunum skín í gen og er auðþekkjanleg.
Sem dæmi eru ljósin að framan og aftan. Það er ekki eingöngu LED í dagljósaröndunum í framljósunum. Framljósin eru nú fáanleg í fyrsta sinn sem algerlega LED-búin. Nýju afturljósin eru einnig LED og eru þau staðalbúnaður. Að innan er óbein og stöðug LED lýsing, sem ásamt umlykjandi umhverfislýsingu (aukabúnaður), skapa samræmda, nútímalega lýsingu sem um leið er spennandi hönnun. Ljósin eru endingargóð, með allt að 10.000 klukkustunda líftíma og eru áreiðanleg og orkusparandi.
Innanrými vagnsins er snyrtilegt og stílhreint og með samspili lita og innanstokksmuna skapast nútímalegt og bjart umhverfi. Mikil hugsun fór í að velja rétta liti, bæði ljósa og dökka, til að skapa viðeigandi umhverfi.
Ökumenn hins nýja MAN Lion‘s City munu einnig taka eftir algerlega endurhönnuðu og endurskipulögðu rými. Með vinnuumhverfi, þægindi og öryggi að leiðarljósi eru staðsetningar rofa og tækjabúnaðar, sem og mæla, notendavænni. Há ökumannshurðin og hækkað sæti, bætir stöðu ökumanns hvað varðar stöðu þeirra við farþega sem ganga um borð.
MAN Lion‘s City mun fyrst aka um götur í september, þegar prófanir fara fram í nokkrum Evrópskum borgum. Nýja kynslóðin verður svo kynnt í mars 2018.