GOURMETbus rútan gefur gestum kost á að snæða ljúffengar veitingar um leið og farið er í útsýnisbílferð um Singapore. Efri hæðin á tveggja hæða MAN-rútunni hýsir veitingastað fyrir allt að 32 gesti, en eldhúsið sjálft er staðsett á neðri hæðinni. Ekið er um borgina og margir helstu staðir hennar skoðaðir.
„MAN GOURMETbus er hressandi hugmynd sem á skapandi hátt sameinar sælkeraupplifun sem og útsýnisferð. Hún sýnir einnig nýstárlega möguleika sem MAN getur boðið upp á um allan heim með framleiðslulínu sinni í samstarfi við ábyggingaraðila“ segir Tim Schuler, sölustjóri fólksflutningabifreiða hjá MAN Truck & Bus Asia Pacific.
MAN vann að yfirbyggingunni með Soon Chow til að þróa nýja og breytilega lausn fyrir veitingarútuna. „Hugmyndin og framkvæmdin er einstök í Asíu“ bætir Schuler við. Hin 12 metra langa A69-gerð er undirvagninn fyrir GOURMETbus. Tveggja öxla, lágbyggða grindin er undirstaða rútunnar en í henni er 250 hestafla Euro 5 vél. EBS og ABS hemlakerfi ásamt stöðugleikastýringu veitir öryggi og þægindi. Að auki er rafstýrð loftfjöðrun sem tryggir hámarks þægindi í keyrslu.
Rútan er í heillandi svörtum lit og vekur hún eftirtekt hvar sem hún kemur og gestir eru sífellt að dásama rútuna þegar inn í hana er komið. „Tveggja hæða rútan býður upp á öll þau þægindi sem hágæða veitingastaður hefur upp á að bjóða og kemur það fram í skipulagi og hönnun innanrýmisins“ útskýrir Schuler. Gestir ganga eftir rauðum dregli þegar gengið er inn í rútuna um neðri hæð hennar, þar sem eldhúsið sjálft er. Þar er allt sem þarf til að elda og framreiða réttina sem eru ávallt ferskir. Tveir þjónar þjóna til borðs en um tveggja rétta máltíðir er að ræða ásamt drykkjum í þessari ferð um Singapore.
Stigi er upp á veitingastaðinn sjálfan sem er á efri hæðinni, eins og áður kom fram. „Fallega er lagt á borðin og óbein umhverfislýsingin taka á móti gestum og skapa þægilegt andrúmsloft“ bætir Schuler við. 14 myndvarpar halda stemningunni lifandi en þeir varpa myndasýningum beint á borð gestanna. MAN tveggja hæða rútan er einnig búin þráðlausu kallkerfi fyrir leiðsögufólk, hljóðkerfi og WiFi netaðgang.