IAA ’14: Mögnuð listaverk

Arnar Fréttir

MAN frumsýnir mögnuð listaverk á IAA 

MAN opnuðu IAA Commercial Vehicles Motor Show 2014 með heimsfrumsýningu: sex “MAN Tattoo Trucks” voru afhjúpaðir fyrir framan Hanover Central Station. Þessi mögnuðu listaverk eru niðurstaða alþjóðlegrar hönnunarkeppni sem kallaðist “Can you make traveling works of art from songs? MAN kann.”.  Hugmyndin bakvð keppnina var að finna listamann sem túlkaði söngtexta við lög af nýju plötu Peter Maffey, “Wenn das so ist” (Ef það er svo) á mest heillandi máta á vörubíl, hvað varðar form og liti.

“Allir sex bílarnir eru einstakir. Það er okkur heiður að lög okkar veittu innblásturinn fyrir þessi keyrandi listaverk. Við viljum einnig hrósa fagmönnunum frá smartart, sem máluðu bifreiðarnar”, sagði Peter Maffey. MAN Tattoo Trucks munu flytja sviðsbúnað hans þvert yfir Þýskaland, sem hefst snemma árs 2015.

Verðlaunin fyrir fyrsta sætið, 10.000 Evrur, runnu til Sebastian Bieler, fyrir hönnun hans. Dómnefnd dæmdu þrjár bestu hannanirnar á litasamsetningu, listrænni tjáningu á lögunum, sjónrænum áhrifum, frumlegheitum og vinnubrögðum.

Sebastian Bieler fæddist í Dresden og lærði listmálun og grafíska hönnun í Dresden Academy of Fine Arts. Hin sterku áhrif graffiti-listar má sjá í nánast öllum hans verkum: “Ég hef málað bíla með graffi áður, en þetta er í fyrsta sinn sem ég hef málað vörubíl. Lagið “Schwarze Linien” (svartar línur) passar við minn ‘frjálsa’ stíl betur en nokkuð annað. Svartar línur gegna reyndar lykilhlutverki í list minni, en ég er nokkuð viss um að Peter Maffay mundi túlka lag sitt á annan máta.”

Í samstarfi við hinn þekkta hönnuð Walter Maurer, máluðu Martin Dippel og lið hans hjá smartart MAN Tattoo vörubifreiðarnar í flugskýli í Fürstenfeldbruck, nálægt München. Málararnir hönnuðu einnig hina frægu BMW Art Cars ásamt heimsfrægu popptónlistarfólki.

Málararnir komu vinningshönnununum á bílana með því að nota litskrúðuga akrílmálningu. Háglans glæra var svo sett yfir akrílmálninguna. Teymi atvinnumálara eyddu ótal stundum við hvern bíl frá júlí fram í miðjan september. Fjöldi aðferða voru notaðar til að koma verkunum yfir á bílana, þar með talið venjulegri spreyaðferð, airbrush-aðferð, svömpun, stensilar og filmur ásamt ótal málningaraðferðum með penslum og graffiti svo eitthvað sem nefnt.

Eftir að IAA Commercial Vehicles Fair lýkur, munu MAN Tattoo bifreiðarnar fara frá Hanover yfir til MAN Truck Forum í München, þar sem fólk mun geta skoðað þessa einstöku bíla.

 

T_Tattoo_Truck_2014

 

Hægt er að skoða fleiri  myndir hér fyrir neðan: