MAN er verðmætt vörumerki

Arnar Fréttir

Meðal verðmætustu vörumerkja Þýskalands

Samkvæmt nýjustu könnun ráðgjafafyrirtækisins Interbrand, er flutningarbifreiða- vélaframleiðandann MAN meðal 20 verðmætustu vörumerkja Þýskalands. Niðurstöðurnar sýna Topp 50 vörumerkin, þar sem MAN nær því tvítugasta og metið á 1.7 milljarð Evra. Þetta færir München-fyrirtækið ofar en önnur stór fyrirtæki, svo sem Metro, TUI, OSRAM, PUMA, Henkel og Deutsche Post. 

Við útreikninga á verðmæti hvers vörumerkis, notaði Interbrand þrjár aðskildar greiningar. Þær mátu fjárhagsávinningsafl, mikilvægi vörumerkisins þegar kemur að kaupákvörðun viðskiptavina, ásamt styrkleika vörumerkisins, sem er undir áhrifum frá þáttum eins og vöruvitund og vöruforystu.  

“Könnunin sýnir að með niðurstöðu vöruherferðar okkar ‘MAN kann’ sem og áhrifamiklum stuðningi okkar við íþróttafélögin, höfum við staðsett MAN vörumerkið á hnitmiðan hátt, sem er gríðarlegt framlag í verðgildi fyrirtækis okkars. Öflugt vörumerki eykur á öryggi og traust á MAN vörum og þjónustu, jafnt hjá viðskiptavinum okkar sem og starfsfólki,” segir Andreas Lampersbach, yfirupplýsingafulltrúi hjá MAN Group.  

Frekar upplýsingar um könnunina sem og gagnasöfnunaraðferðir má sjá á http://www.bestgermanbrands2014.de.

Interbrand