MAN EfficientLine 2: 6.57% sparnaður

Arnar Fréttir

Nýr MAN TGX EfficientLine 2 sparar 6.57 prósent miðað við forvera sinn!

Farið var í 5.217 kílómetra samanburðarakstur við krefjandi aðstæður og niðurstöðurnar voru heillandi.

Stuttu áður en MAN kynntu nýja TGX EfficientLine 2 á IAA 2014 sýningunni lögðu tveir MAN TGX 18.480 dráttarbílar í 5.217 kílómetra langan leiðangur. Fyrri bíllinn var MAN TGX EfficientLine gerðinni, sem hefur verið á markaðnum síðan 2010 og selst í yfir 27.000 eintökum. Sá seinni yfir ráslínuna var hinn nýi MAN TGX EfficientLine 2. Í þessari útfærslu hefur MAN komið fyrir nýjum eldsneytissparandi tæknibúnaði til að draga úr rekstrarkostnaði bílanna og einnig lækka CO2 útblástursgildi enn frekar.

Reynt var á orkusparnaðarmöguleika hins nýja MAN TGX EfficientLine 2, en með háþróuðu GPS hraðastillikerfi, EfficientCruise, D26 vélinni með TopTorque þar sem tog vélarinnar eykst um 200Nm í tveimur hæstu gírunum og nýjum gírmöguleikum í sjálfskiptikerfinu MAN TipMatic 2. Matsfyrirtæki TÜV Süd staðfesti samanburðarhæfni bifreiðanna tveggja og fylgdu þeim á ferðalagi þeirra. Niðurstöður TÜV-matsins sýna að MAN TGX EfficientLine 2 sparar 6.57 prósent miðað við eldri gerðina.

Án ökumanns, en fulllestaður og með varadekk, 875 lítra af díselolíu og 80 lítra af AdBlue, þá var samanlög þyngd dráttarbílsins 38.230kg. Við aksturinn voru tveir ökukennarar frá MAN ProfiDrive, í hvorum bíl.

Við hið 8 daga langa matsferðarlag kom í ljós að bílarnir keyrðu 46% leiðarinnar í upphalla, klifu upp 31.075 metra, sem er þreföld hæð Mount Everest. Upphaf ferðarinnar var við MAN Truck Forum í München, en leiðin fór svo um Brenner Pass og til suðvestur Evrópu. Frá Genóa, fóru bifreiðarnar um miðjarðarhafsstrendur Ítalíu vestan megin, Frakkland og Spán. Í Andalúsíu, yfirgáfu MAN TGX dráttarbílarnir hæðótt strandlendið og keyrðu í átt að Sierra Nevada fjallagarðinum og svo um 1390 metra háa Puerto de la Mora de Huétor fjallveg.

Bifreiðarnar fóru því næst í norðurátt í gegnum Spán, í átt að Irun og Biscay-flóa. Leiðinni var áfram haldið norður, fóru um Bordeaux, Orléans og París, í gegnum Belgíu og þéttbýlissvæðið Rhine-Ruhr í Þýskalandi. Eftir að hafa keyrt á milli 552 og 749 kílómetra á dag, náðu báðir MAN TGX EfficientLine dráttarbílarnir endastöðinni við Hanover sýningarhöllina.

Samanburð MAN EfficientLine 2 við forvera sinn má taka saman á eftirfarandi hátt:

  • Samanlögð heildarþyngd lestaðs dráttarbílsins: 38.230kg
  • Vegalengd: 5.217km
  • Heildarklifur: 31.075m
  • Vegalengd í upphalla: 2.399km (46% af heildarvegalengd)
  • Meðaleyðsla EfficientLine 2 (ákvarðað af TÜV): 30.17 l/100km
  • Eldsneytissparnaður: 6.57%

P_TGX_EOT_EfficientLine_2-01
MAN TGX EfficientLine 2 við MAN Truck Forum í München