MAN bætir aðgengi fyrir fatlaða

Arnar Fréttir Leave a Comment

MAN Bus Modification Center hefur smíðað fyrstu lyftu sinnar tegundar fyrir MAN Lion‘s Coach. Þetta eykur öryggi og þægindi fatlaðra farþega en fólk með skerta hreyfigetu eða í hjólastól, getur notað lyftuna til að fara um borð í rútuna.

Veyages Emile Weber er eitt af fyrstu fólksflutningafyrirtækjum Lúxemborgar sem sérhæfa sig í þjónustu fatlaðra. Til að veita fullnægjandi þjónustu fyrir fólk með skerta hreyfigetu, þarf bíl sem er hannaður að þeirra þörfum – bíl eins og MAN Lion‘s Coach sem er breyttur hjá MAN Bus Modification Center í Plauen, Þýskalandi.

„Við höfum útbúið fyrsta alvöru langferðabílinn sem er aðgengilegur fyrir alla með aðstoð þaklyftu“ segir Heinz Kiess, yfirmaður sölu- og markaðssviðs hjá MAN Bus Modification Center. „Þar af leiðandi, getur MAN haldið áfram að veita viðskiptavinum sínum leiðandi lausnir í framtíðinni fyrir fólk með hreyfihömlun – og það á einnig við um fyrirtæki sem eingöngu starfa í rútugeiranum“ bætir hann við.

Með aðstoð þaklyftunnar, geta farþegar með hinu ýmsu kvilla eða fötlun komist örugglega um borð og í sætið sitt. Fólk í hjólastól kemst um borð með aðstoð lyftu að aftanverðu, sem komið var fyrir á MAN Lion‘s Coach.

Stóll þaklyftunnar er staðsettur á ganginum og valdi Voyages Emile Weber hágæða þægindasæti. Stóllinn er festur í loft og færist á rennum eftir gangi bílsins þannig að farþegar komast án vandræða í sæti sitt.

Önnur kærkomin viðbót er salerni, sem sérfræðingar MAN BMC hafa sett að aftanverðu í MAN Lion‘s Coach en farþegar komast beint á salernið með aðstoð þaklyftunnar á ganginum.

„Þetta gerir það að verkum að fólk með fötlun getur komist frá A til B án mikilla vandræða“ útskýrir Kiess. „Það sem er hvað merkilegast við þetta nýja kerfi er hve hljóðlátt það er“ bætir hann við. Sveigjanleiki er mikill þar sem stóllinn er snúanlegur, þó hann sé festur í loftið í sérstökum þakrennum. Auk þess að vera vel bólstraður, þá er sætið búið belti, baki, fótskemli og handföngum.

Salernisaðstaðan er einnig hönnuð með gott aðgengi í huga. Til að mynda er auka handriðum komið fyrir beggja vegna salernisins til að tryggja fyllsta öryggi þeirra sem þar eru inni. Auk þessa, þá er aðstaðan útbúin neyðarhnappi, reykskynjara, tvöföldu rafmagnstengi, hárþurrku og sápuskammtara. Til að mæta nútímakröfum um orkusparnað, þá er hágæða LED lýsing í aðstöðunni.

MAN Bus Modification Center – miðstöð hágæða breytinga á fólksflutningabifreiðum – hóf starfsemi í Plauen árið 2015. Hjá BMC vinna um 140 manns, með það að markmiði að uppfylla kröfur og þarfir viðskiptavina hvað varðar útbúnað og frágang.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *