Gleraugu í gylltu gleraugnahulstri voru skilin eftir í verslun Krafts nýverið. Enginn hefur enn vitjað þeirra en við munum geyma þau þar til eigandi gefur sig fram.
Ef þú átt gleraugu í gylltu boxi en átt í basli með að lesa þetta og gleraugun ekki við hendina, þá gætir þú verið eigandinn. Hægt er að nálgast þau hjá okkur að Vagnhöfða 1.