Nýlega afhentum við Mjólkursamsölunni tvo nýja og fullbúna MAN TGX 33.640 6×4. Báðir bílarnir eru búnir myndavélakerfum í stað baksýnisspegla og eru þetta fyrstu MAN bílarnir sem koma á götuna með slíkum búnaði. Einnig voru settir á þá ljósabogar frá Metec. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti þeim Davíð og Birni, bílstjórum hjá Mjólkursamsölunni, bílana. Davíð og Björn, bílstjórar hjá …
Nýr TGS: Balatá
Nýverið afhentum við Þresti Albertssyni hjá Balatá nýjan MAN TGS 33.510 6×6 og Meiller malarvagn. Bíllinn er fullbúinn til snjómokstursvinnu og er verklegur í alla staði. Eins og sjá má fékk bíllinn veglega skreytingu og skartar þessari flottu Iron Man mynd á hliðunum. Við óskum Þresti til hamingju! Jóhann Pétursson, sölumaður hjá Krafti ásamt Þresti og dóttur hans, Tinnu. …
Nýr TGM: Mjólkursamsalan
Í dag afhentum við Mjólkursamsölunni nýjan MAN TGM 15.290. Bíllinn er allur á lofti og með vörukassa frá Vögnum & þjónustu, ásamt Palfinger vörulyftu. Erlingur, sölumaður hjá Krafti, afhenti Sibba, bílstjóra hjá MS, bílinn. Til hamingju með nýja bílinn MS. Sibbi, bílstjóri hjá Mjólkursamsölunni
Nýr TGS: Wiium ehf
Wiium ehf fengu á dögunum afhentan nýjan MAN TGS 35.510 8×4-4 með HYVA krókheisi. Við óskum þeim til lukku með nýja tækið!
Nýr TGS: Jón Sverrir
Nýverið afhentum við Jón Sverri í Varmadal nýjan fjögurra öxla MAN TGS 35.510 8×4 með sturtupalli frá KH-Kipper. Við óskum honum til hamingju með nýja tækið! Jóhann Pétursson, Jón Sverrir og fjölskylda.
Nýr TGS: Viðar Guðnason
Í gær afhentum við Viðari Guðnasyni og fjölskyldu nýjan MAN TGS 35.510 8×4 með HYVA 26-62-SKZ krókheisi. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, sá um afhendinguna og Kraftur óskar Viðari og frú til hamingju með bílinn!
Nýr TGX: Vörumiðlun
Vörumiðlun fékk í dag afhentan nýjan MAN TGX 33.580. Bíllinn er vel búinn aukahlutum, svo sem ljósabogum og kösturum, sem og glussakerfi fyrir sideloader. Erlingur Örn, sölumaður hjá Krafti, afhenti Jenna, bílstjóra hjá Vörumiðlun, bílinn. Til hamingju Vörumiðlun! Jenni hjá Vörumiðlun
Nýr TGX: Íslandsfrakt
Á föstudaginn var afhentum við Íslandsfrakt nýjan, fullhlaðinn MAN TGX 26.580. Bíllinn er með Individual pakka, sem er annað sólskyggni, skápaeining með örbylgjuofni og kaffikönnu, en einnig settum við á hann ljósaboga frá Metec og kastara frá Strands. Glæsilegur bíll í alla staði! Við óskum Íslandsfrakt til hamingju með þennan virkilega flotta bíl! Jóhann Pétursson, sölumaður, Björn Erlingsson, framkvæmdastjóri …
Nýir TGS: GV Gröfur
Nýlega afhentum við GV Gröfum á Akureyri, þrjá nýja MAN TGS 33.510 dráttarbíla. Jóhann Pétursson afhenti þeim Sigrúnu Bjarkadóttur og Gunnari Karli, tvo af þremur bílum. Kraftur óskar GV Gröfum til lukku með nýju tækin.