Myndir: Ný MAN kynslóð

Arnar Fréttir Leave a Comment

Nú er loksins búið að svipta hulunni af nýju kynslóð MAN vörubifreiða. Bílarnir voru frumsýndir í Bilbao á Spáni, mánudaginn 10. febrúar 2020. Breytingarnar eru kröftugar en um leið stílhreinar og fágaðar. Bíllinn er nýr, en greinilega MAN – hönnunareinkenni sem hafa einkennt MAN vörubifreiðar í gegnum árin, haldast en í nýrri mynd. Margt nýtt er í boði hvað varðar …

Myndir: Frumsýningin

Arnar Fréttir Leave a Comment

Ný kynslóð MAN vörubifreiða var kynnt í Bilbao á Spáni í gær, mánudag. Fjöldi fólks var viðstaddur frumsýninguna, þar á meðal Björn Erlingsson, framkvæmdastjóri Krafts hf. Eftirvæntingin var mikil og loksins fengum við að sjá bílinn, eftir langa bið og vangaveltur. Mikið er af nýjungum, uppfærslum, breytingum og viðbótum. Útlitið er nýtt, ferskt, en um leið auðþekkjanlegt. Hér fyrir neðan …

Nýr TGX: SG Vélar

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Einn sá allra flottasti var afhentur nýjum eiganda í dag – SG Vélar tóku við MAN TGX 26.640 með D38 vél – að sjálfsögðu í Nightfire Red lit! Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Stefáni Gunnarssyni bílinn. SG Vélar bæta því enn einum glæsibílnum í flota sinn af MAN bílum, sem fyrir var glæsilegur. Bíllinn er útbúinn öllu því flottasta sem í …

Nýir TGE: Orkuveita Reykjavíkur

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag afhentum við Orkuveitu Reykjavíkur tvo nýja MAN TGE 3.180 4×4. Bílarnir eru með 177 hestafla dísilmótorum og 8-þrepa sjálfskiptingu. Góð vinnulýsing er við hliðar bílana sem og afturenda, en ljósabogi fyrir vinnuljós og blikkljós var settur aftast á þak þeirra. Ingimar Steinþórsson veitti bílunum móttöku fyrir hönd OR og óskum við þeim til hamingju með bílana!   Ingimar …

HYVA myndband

Arnar Fréttir Leave a Comment

HYVA birti þetta frábæra myndband nýverið þar sem Ísland og MAN eru í aðalhlutverki. Erlingur Örn, sölumaður hjá Krafti, er í viðtali í myndbandinu og kynnir MAN TGS 37.500 8×4 með KH-Kipper palli og HYVA glussakerfi.     Áður hafði HYVA birt þetta myndband:

Breyttur opnunartími

Arnar Fréttir Leave a Comment

Kæri viðskiptavinur. Í kjölfar nýrra kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og VR um styttingu vinnutíma, mun verslun Krafts hf loka kl. 17:15 á föstudögum. Við bendum á útkallssímana í verslun 896-8038 og á verkstæði 896-8028

MAN TGE fólksflutningabílar

Arnar Fréttir Leave a Comment

MAN bíður upp á fjölbreyttar lausnir í fólksfluttningum: allt frá leigubílum og upp í TGE City sem útbúinn er sem strætisvagn. Hafið samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar um MAN TGE fólksflutningabíla. Erlingur: 567-7114 eða erlingur@kraftur.is Grímur: 567-7118 eða grimur@kraftur.is Jóhann: 567-7117 eða joi@kraftur.is  

Slökkvilið Vatikansins fær MAN TGE

Arnar Fréttir Leave a Comment

Francis páfi blessaði nýjan MAN TGE sem MAN Truck & Bus Italia gaf Vatikaninu. Gjöf þessi er framlag MAN Truck & Bus í brunavarnir við þyrlupall sem staðsettur er innan Vatikansins. Slökkvilið Vatikansins veitti MAN TGE bílnum móttöku, en hann er með flokkahúsi og ábyggingu fyrir slökkvistarf. Francis páfi blessar hinn nýja MAN TGE slökkvibíl  MAN Truck & Bus vill …

Nýr TGE: Sýsli ehf.

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Sýsli ehf. fékk afhentan nýjan og gríðarlega fallegan MAN TGE 3.180 4X4. Bíllinn er með sæti fyrir 8 farþega auk bílstjóra. Isofix og þriggja punkta öryggisbelti eru i öllum sætum. VBI Group í Danmörku smíðaði innréttinguna í bílinn. Við óskum Jónasi til hamingju með bílinn!   Erlingur Örn Karlsson, sölumaður Krafts, og Jónas Þór Karlsson.