Nýverið afhentum við Colas Ísland fjóra nýja MAN TGE og einn MAN TGX með JOAB krókheisi. Við óskum Colas til hamingju með bílana!
Nýr TGX: Jökulfell ehf
Á miðvikudag afhentum við Jökulfelli ehf nýjan MAN TGX 33.580 6×4, bíl sem er hlaðinn aukabúnaði, þar á meðal ljósabogum frá Metec og ljósabúnaði frá Strands. Eins og sjá má er bíllinn virkilega flottur í alla staði. Við óskum Jökulfelli til lukku með nýja bílinn!
Nýir TGX: Mjólkursamsalan
Nýlega afhentum við Mjólkursamsölunni tvo nýja og fullbúna MAN TGX 33.640 6×4. Báðir bílarnir eru búnir myndavélakerfum í stað baksýnisspegla og eru þetta fyrstu MAN bílarnir sem koma á götuna með slíkum búnaði. Einnig voru settir á þá ljósabogar frá Metec. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti þeim Davíð og Birni, bílstjórum hjá Mjólkursamsölunni, bílana. Davíð og Björn, bílstjórar hjá …
Nýr TGS: Balatá
Nýverið afhentum við Þresti Albertssyni hjá Balatá nýjan MAN TGS 33.510 6×6 og Meiller malarvagn. Bíllinn er fullbúinn til snjómokstursvinnu og er verklegur í alla staði. Eins og sjá má fékk bíllinn veglega skreytingu og skartar þessari flottu Iron Man mynd á hliðunum. Við óskum Þresti til hamingju! Jóhann Pétursson, sölumaður hjá Krafti ásamt Þresti og dóttur hans, Tinnu. …
Nýr TGM: Mjólkursamsalan
Í dag afhentum við Mjólkursamsölunni nýjan MAN TGM 15.290. Bíllinn er allur á lofti og með vörukassa frá Vögnum & þjónustu, ásamt Palfinger vörulyftu. Erlingur, sölumaður hjá Krafti, afhenti Sibba, bílstjóra hjá MS, bílinn. Til hamingju með nýja bílinn MS. Sibbi, bílstjóri hjá Mjólkursamsölunni
Nýr TGS: Wiium ehf
Wiium ehf fengu á dögunum afhentan nýjan MAN TGS 35.510 8×4-4 með HYVA krókheisi. Við óskum þeim til lukku með nýja tækið!
Nýr TGS: Jón Sverrir
Nýverið afhentum við Jón Sverri í Varmadal nýjan fjögurra öxla MAN TGS 35.510 8×4 með sturtupalli frá KH-Kipper. Við óskum honum til hamingju með nýja tækið! Jóhann Pétursson, Jón Sverrir og fjölskylda.
Nýr TGS: Viðar Guðnason
Í gær afhentum við Viðari Guðnasyni og fjölskyldu nýjan MAN TGS 35.510 8×4 með HYVA 26-62-SKZ krókheisi. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, sá um afhendinguna og Kraftur óskar Viðari og frú til hamingju með bílinn!