Nýr TGM: Bakkinn vöruhótel

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í vikunni fékk Bakkinn vöruhótel afhentan nýjan MAN TGM 18.320. Bíllinn er vel útbúinn, á lofti allan hringinn og með vörukassa og lyftu frá Vögnum og þjónustu. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður hjá Krafti, afhenti þeim Lórenz Þorgeirssyni og Vigni Þór Siggeirssyni, bílinn. Kraftur óskar Bakkanum til hamingju með bílinn.   Lórenz, Erlingur og Vignir  

2020 ETM Award: MAN á toppnum

Arnar Fréttir Leave a Comment

MAN Truck & Bus stóðu uppi sem sigurvegarar í fimm flokkum á ETM Award þetta árið og þar að auki með 12 aðrar viðurkenningar, sem er besti árangur sem nokkur bílaframleiðandi hefur náð. Frá sendibílum til vörubíla og til fólksflutningabíla, þá heilluðust lesendur, viðskiptavinir og ökumenn af öllum flotanum sem MAN býður upp á.  MAN eTGE, MAN Lion’s City 12 …

Metec fyrir pallbíla og jeppa

Arnar Fréttir Leave a Comment

Kraftur býður upp á fjölbreytt úrval af ljósabogum og pallgrindum, ásamt hliðarbogum og stígþrepum, fyrir pallbíla. Einnig eru hlífðarplötur á pallhlera sem og undirvagnshlífar við gírkassa, tank og vél í boði. Metec framleiðir vörulínur á 90 gerðir bifreiða frá 23 framleiðendum, samtals 750 vörunúmer. Sendu okkur fyrirspurn á verslun@kraftur.is, gegnum skilaboð á Facebook eða hafðu samband við okkur í síma …

Nýr TGE – Gröfuþjónustan

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Það fjölgar í MAN TGE flotanum hér á landi en nýverið afhentum við Gröfuþjónustunni þennan virkilega fallega MAN TGE 3.180 4X4 í laglegum, dökkgráum lit. Bíllinn er vel útbúinn, til dæmis með LED aðalljósum, fjaðrandi ökumannssæti, leðurstýri með hita og Adaptive Cruise Control. Við óskum Gröfuþjónustunni til hamingju með bílinn!  

Nýtt frá Metec – Nýr TGX

Arnar Fréttir Leave a Comment

Nýr MAN TGX er væntanlegur til okkar og að sjálfsögðu kemur ný vörulína frá Metec fyrir nýja bílinn. Líkt og áður eru toppbogar og stuðarabogar, sem og hliðabogar, í boði, með og án LED. Væntanleg er stuðaragrind fyrir kastara. Toppbogarnir koma með festingum og lögnum fyrir allt að 4-6 kastara, en það fer eftir týpu hve marga kastara boginn tekur. …

MAN Lion’s City E vinnur iF gullverðlaun 2020

Arnar Fréttir Leave a Comment

Margverðlaunuð hönnun: MAN Lion’s City E vinnur iF gullverðlaun 2020 Og sigurvegarinn er … MAN Lion’s City E! Borgarstrætó, sem er algerlega rafknúinn, hlotnaðist iF gullverðlaunin í flokknum „Bifreið / farartæki / hjól“ af hönnunardómnefnd iF International Forum. Hönnunarteymi strætisvagna hjá MAN hefur nú unnið iF hönnunarverðlaun í fimmta árið í röð. 78 alþjóðlegir hönnunarfræðingar frá meira en 20 löndum …

Nýr TGS: Vinnuvélar Símonar

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag afhentum við Vinnuvélum Símonar, Skagafirði, gríðarlega flottan MAN TGS 33.510 í Nightfire Red lit. Bíllinn er með glussakerfi, útbúinn fyrir snjómokstur og þar að auki vel búinn ljósabúnaði. Bíllinn er hlaðinn búnaði að innan sem utan og það má með sönnu segja að þetta sé einn glæsilegasti MAN TGS á götunum. Jóhann Pétursson, sölumaður, afhenti Rúnari Símonarsyni bílinn. …

Nýr TGS: Vélamiðstöð

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Vélamiðstöð ehf fengu afhentan nýjan MAN TGS 26.360 6X2 LL á dögunum. Bíllinn er sérútbúinn fyrir sorphirðu. Bíllinn er með bekk í stað koju og því pláss fyrir samtals 5 farþega, auk ökumanns. Búnaður frá Norba er á bílnum. Grímur Fannar Eiríksson afhenti Bjarna Birgissyni bílinn og óskum við Vélamiðstöðinni til hamingju með bílinn!   Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður hjá …