Nýr TGS: SG Vélar – Uppfært

Stefán Gunnarsson, eigandi SG Véla hef, tók við nýjum MAN TGS 33.500 6×6 í Nightfire Red lit og er bíllinn vel útbúinn til snjómoksturs. Jóhann Pétursson afhenti Stefáni bílinn og við óskum honum til lukku með gripinn!       Uppfært 5.12 Við fengum þessar myndir af bílnum sendar til okkar, en nú er búið að setja á hann saltkassa, …

Nýr TGX: Norðurtak

Á föstudag tók Norðurtak við nýjum MAN TGX 33.640 6xf LL. Bíllinn er hlaðinn búnaði og aukahlutum. Erlingur Örn Karlsson afhenti Árna Rögnvaldssyni bílinn og við hjá Krafti óskum honum og Norðurtak til lukku með nýja bílinn! Bíllinn er í Nightfire Red litnum sem hefur verið vinsæll litur undanfarin ár, en Norðurtak voru þeir fyrstu til að fá bíl í …

Nýr TGL: Skúli Marteinsson

Nýverið fékk Skúli Marteinsson afhentan nýjan MAN TGL 12.250 4×2 með vörukassa frá Igloocar. Bíllinn kemur vel út í bláa litnum og er allur til fyrirmyndar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Jóhann Pétursson afhenti Skúla bílinn og við óskum honum til lukku með gripinn.  

Nýr TGX: Fóðurblandan

Á dögunum tók Fóðurblandan við nýjum MAN TGX 26.500. Bíll og búnaður frá Vm Tarm er allur hinn glæsilegasti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Grímur Eiríksson, sölumaður hjá Krafti, afhenti þeim Jóni Inga Ólafssyni, leiðtoga fóðurdreifingar Fóðurblöndunnar og Óskari Svani Erlendssyni, fóðurbílstjóra, bílinn og óskum við þeim til hamingju! Vm Tarm er fyrirtæki staðsett á vestanverðu Jótlandi. Þetta er …

Nýr TGS: Íslandspóstur

Íslandspóstur bættu í MAN-flotann er þeim var afhentur nýr MAN TGS 18.420. Vörukassinn er frá Igloocar í Póllandi. Kraftur hf. óskar Íslandspósti til hamingju með gripinn.    

Nýr TGX: JOS flutningar ehf

Á dögunum tóku JOS Flutningar ehf. við nýjum MAN TGX 26.580 6×4. Þessi er annar nýi MAN-inn sem hann kaupir nýjan, en sá fjórði í heildina. Jóhann afhenti honum Jóni bílinn og við óskum honum til hamingju með gripinn.    

Nýr TGX: Vörumiðlun

Mánudaginn 3. september tók Vörumiðlun við nýjum MAN TGX 26.580 6×4. Erlingur Karlsson, sölumaður, afhenti Ástvaldi Ingimarssyni bílinn og við óskum honum, sem og Vörumiðlun, til hamingju með nýja bílinn.      

Nýr TGS: Vilhjálmur Þórðarson

Í dag fékk Vilhljálmur Þórðarson, Villi, afhentan nýjan MAN TGS 18.500 4×4 BLS. Bíllinn kemur með glussakerfi frá Meiller. Jóhann Pétursson afhenti honum Villa bílinn, sem tók kampakátur við gripnum. Við hér hjá Krafti óskum honum til lukku með þann nýja!    

Nýr TGS: Jarðtækni

Í gær afhentum við Jarðtækni nýjan MAN TGS 37.500 8×4 og fer rauði liturinn honum vel. Jóhann afhenti feðgunum Gunnari og Karli bílinn og við óskum þeim til lukku með nýja gripinn!      

Nýr TGS: Jón Sverrir Jónsson

Jón Sverrir Jónsson, oft kenndur við Varmadal, fékk í dag afhentan nýjan MAN TGS 37.500 8×4 með palli frá KH-kipper. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er bíllinn hinn glæsilegasti, en hann tekur sig gríðarlega vel út í þessum gráa lit. Jóhann Pétursson afhenti Jóni og eiginkonu hans, Hönnu, bílinn í dag og við óskum þeim til hamingju með nýja …