Dortmund fær nýja liðsrútu

Arnar Fréttir

 

Kehl vs. Hofmann – Hvor er betri rútubílstjóri?

BVB-Mannschaftsbus †bergabeFrá vinstri til hægri: Andre Langner (framkvæmdastjóri, MAN Center Essen, Service Oberhausen), Thorsten Hess (Söluskrifstofa, MAN Center Oberhausen), Sebastien Kehl (fyrirliði Borussia Dortmund), Arash Peters (Rútusölur, MAN Center Oberhausen).

Borussia Dortmund, BVB, munu áfram ferðast með 480 hestafla MAN Lion’s Coach L liðsrútu, en liðið fékk nýverið nýja slíka. Fyrirliði liðsins, Sebastian Kehl, tók við rútunni fyrir hönd liðsins á æfingavelli félagsins. 

Hágæða efnaval og fjöldinn allur af sérútbúnaði innan rútunnar veita liðinu fullkominn ferðamáta. Þægileg leðursæti með stillanlegum fótskemlum, margmiðlunarkerfi, gervihnattarkerfi, Wi-Fi netmóttakari og önnur þægindi tryggja ánægjulega ferð og hvíld.

B_MAN_BVB-3 

Rútunni hefur verið vel tekið: “Nú þegar höfum við ekkert nema frábæra reynslu af MAN hvað varðar okkar síðustu þrjár rútur, sem er ástæða þess að okkur hlakkar til að njóta bæði nýju rútunnar sem og viðamikils samstarfs okkar við fyrirtæki sem á sér ríka hefð. Eftir allt saman, þá fylgdi síðasta rúta okkur að bikarnum, tvennunnar og úrslit í Meistaradeild Evrópu. Vonandi getum við fagnað jafngóðum árangri með nýju rútunni” segir stjórnarformaður BVB, Joachim Watzke. 

BVB-Mannschaftsbus †bergabe

Við afhendingu rútunnar átti sér afar óvenjuleg keppni milli Sebastian Kehl og Jonas Hofmann, þar sem bæði nýja og gamla liðsrúta félagsins voru í lykilhlutverki. Knattspyrnustjörnurnar tvær kepptu sín á milli í þremur greinum. Áður en þetta hófst báðu MAN og Borussia Dortmund áhangendur liðsins að kjósa hvor þeirra mundi líklega standa sig betur. Niðurstaðan fékkst svo loks við afhendingu rútunnar.

Sebastian Kehl valdi nýju rútuna og Jonas Hofmann settist undir stýri á þeirri gömlu. Þörf var á ökuleikni og skynsamri ákvarðanatöku í að koma hinum þriggja öxla rútum í stæði. Báðir kláruðu þeir æfingarnar með sæmd. Þriðja áskorunin var, hinsvegar, ákvarðanataka. Verkefnið var að búa til besta áhangendalagið með því að nota flautur bifreiðanna. Í þessu tilfelli hafði Sebastian Kehl klárt forskot í nýju rútunni, þar sem hún er búin einstökum búnaði – flautu sem spilar lag BVB, “Heja-BVB”. Á þessum tímapunkti varð ungstirnið Jonas Hofmann, að viðurkenna að hinn mun reyndari leikmaður, Kehl, hafði yfirhöndina í nýju rútunni.

Fanmobil_Dortmund_08

 

Sebiastian Kehl var kampakátur með einvígið: “Þetta var í alvöru virkilega gaman. Það er ekki á hverjum degi sem þú færð að keyra rútu líkt og þessa. Þetta var sannarlega skemmtileg reynsla.”

Áhangendur sem og aðrir geta kosið sigurvegara á netinu með því að smella HÉR. MAN mun svo draga úr nöfnum þáttakenda í kosningunni og munu þeir sem koma upp úr pottinum fá fótboltatreyjur áritaðar af liði Borussia Dortmund og mögulega miða á leik liðsins. 

Einvígið á YouTube

Myndskeið má finna HÉR

FBL-EUR-C1-REALMADRID-DORTMUND