D3876 – Diesel of the Year 2016

Arnar Fréttir Leave a Comment

Jürgen Haberland (SEO), yfirmaður Off-Road MAN Engines og Johan Björnör (ST), varaforseti og sölustjóri hjá MAN Truck, fengu verðlaunin afhent frá Fabio Butturi, ritstjóra DIESEL og DIESEL international, en hann er einnig í dómnefnd sem valdi D3876 sem díselvél ársins.

Jürgen Haberland (SEO), yfirmaður Off-Road MAN Engines og Johan Björnör (ST), varaforseti og sölustjóri hjá MAN Truck, fengu verðlaunin afhent frá Fabio Butturi, ritstjóra DIESEL og DIESEL international, en hann er einnig í dómnefnd sem valdi D3876 sem díselvél ársins.

MAN D3876 vélin fyrir vörubifreiðar, byggina- og landbúnað, var krýnd „Diesel of the Year 2016“ á Bauma 2016 og var dómnefndin á staðnum til að veita verðlaunin. Eru þau veitt af ítalska iðnaðartímaritinu DIESEL sem hefur veitt slík verðlaun síðustu 11 árin.

Nefndin, sem samanstendur af blaðamönnum frá ýmsum fjölmiðlum tengdum bíliðnaði, heillaðist að bæði grunnhugmyndinni sem og miklum styrk D3876 mótorsins, sem sameinar nýja gerð 6 sílindra línuvél og hinar þaulreyndu D20/D26 vélar. „Þetta gerir D3876 að nýþróaðri vél sem á sama tíma býr yfir mikilli reynslu eftir milljónir ekna kílómetra“ sagði dómari og ritstjóri DIESEL og DIESEL International, Fabio Butturi, spenntur. Með þessa grunnhugsun sem upphafsreit, hafa verkfræðingar MAN náð fjölda tæknilegra afreka í þróun á D3876. „Top-down“ kæling, kúptir ventlar, stálstimplar, eldhringir og háþrýst innsprautun upp að 2500 börum stuðlar allt að því að gera D3876 að gríðarlega áreiðanlegri og kostnaðarvænni, en um leið, betrumbættri vél.

Á IAA 2014, kynnti MAN Truck & Bus hina nýþróuðu 15.2 lítra, 6 sílindra línu D3876 LF0x díselvél: öflug, mjög hagkvæm og gríðarlega áreiðanlega díselvél fyrir krefjandi flutninga. Á þeim tíma var D3876 LF0x nýja topplínan í MAN Euro 6 vélaflotanum, þökk sé togi upp á 2500 til 3000 newton metra og afli upp á 382 og 412kW (520 og 560hö) fyrir langflutninga- og dráttarbíla, og 471kW (640hö) fyrir þungaflutninga.

Var þessu fylgt eftir kynningu á frekari þróun á D3876 sem vél fyrir landbúnaðar- og byggingatæki á Agritechnica 2015 og Bauma 2016. D3876 LE12x býður upp á 415, 450 og 485kW (565, 612 og 660hö) fyrir þreskivélar, beltagröfur og fjölda annarra notkunarmöguleika. Útbúin EGR og SCR-tækni í fremstu röð, tryggir að vélin auðveldlega stenst Tier 4 Final og CARB mengunarstaðlana í Bandaríkjunum, sem og Stage V hjá Evrópusambandinu

P_Engines_DoftY_01

Johan Björnör (ST), varaforseti og sölustjóri MAN Truck og Jürgen Haberland (SEO), yfirmaður Off-Road MAN Engines, með verðlaunin, ásamt Fabio Butturi, ristjóri og dómnefndarmeðlimur hjá DIESEL og DIESEL international.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *