D26 Euro 6D – Minni eyðsla

Arnar Fréttir 1 Comment

Öflugur, hagkvæmur og áreiðanlegur. MAN sannar sig í framkvæmd með minni eyðslu, hærri meðalhraða og meira togi.

Af reynslusögum frá neytendum sem og TÜV samanburði, er 4% lækkun í eldsneytisnotkun D26 vélarinnar í Euro 6D útfærslunni, staðfest. Samkvæmt útreikningi TÜV er þetta allt að 1.3001 Evru sparnaður á ársgrundvelli fyrir langflutningabíla.

1 = Miðað við 1.0163€ lítraverð dísils skv. German Office of Statistics í janúar 2019; 120.000km á ári; meðaleyðsla 28l/100km fyrir langflutningabíla

Mikilvæg atriði:

* Áhrif hærri vélarsnúnings og óreyndari ökumanna á hagkvæmni vélarinnar eru lækkuð
* Einföldun á D26 Euro 6D vélinni fylgir hagkvæmri og áreiðanlegri grunnuhugmynd Euro5/EEV vélarinnar
* Lykilatriði er tæknin á bakvið “Soft EGR” brennsluferlið.

Prófaðir voru tveir MAN TGX 4X2BLS. Annar þeirra var 18.500 Euro 6C og hinn var 18.510 Euro 6D. Hraði þess fyrrnefnda var 76km/h en sá síðari var á 78.2km/h. Eyðsla þess síðarnefnda, Euro 6D, var lægri, eða 25.40 l/100kmm á móti 26.5l/100km. Munurinn var því um 1.1 líter á hverja 100km, eða því sem nemur 4.2% sparnaði. Dæmi voru um að jafnvel betri tölum hafi verið náð.

Sami ökumaður keyrði báða bílana og ekin var sama 607km leiðin. Heildarþungi var sá sami, eða 37 tonn og eins vagnar voru notaðir. Bílarnir voru einnig útbúnir á svo gott sem sama máta og voru á eins dekkjum.

Samanburður á eldsneytisnotkun D26 Euro 6C og 6D, fullfermdir:

Hér er um talsvert lægri eldsneytisnotkun að ræða. Sem dæmi, á 1.100sn/m er Euro 6C að mælast með 191 g/kWh en Euro 6D með 184 g/kWh). Euro 6D nær ekki þessu gildi fyrr en í 1.300sn/m og eftir það eykst munurinn aftur með hækkandi vélarsnúning, Euro 6D í hag.

Kerfið hefur verið einfaldað fyrir D26 með Euro 6D, það á við um bæði vél og meðhöndlun útblástursgass. Þetta skilar sér í meiri hagkvæmni og enn meiri áreiðanleika. Um er að ræða nýja útfærslu af grunnhugmyndinni á hinum skilvirka og áreiðanlega Euro 5/EEV.

 

Hvað er “Soft EGR”?

* Notkun á stýrðu EGR minnkuð til muna miðað við Euro 6 kerfi sem hafa verið í notkun fram að þessu.
* EGR kerfið er notað minna og með minni áhrifum.
* Aukin áhrif SCR hvarfakúts tryggir að kröfur um mengunargildi útblásturs standast.
* Þjöppuhlutfall og sprengihiti talsvert hærri en í forverum þessarar nýju útfærslu.
* Endurbætur á hagkvæmni hitafræði vélarinnar.

 

 

Heimild: Higher Efficiency and Reliability – Model year 2019

Comments 1

  1. Flott útkoma og ánægjulegar upplýsingar og ég mun kalla eftir meiru í þessum dúr.
    Þetta mun koma sér vel fyrir mig í baráttunni við að fá endurnýjun hjá Landsvirkjun og mun ég miðla þessum upplýsingum til þeirra sem ráða og ætla ekki að líða þeim neitt annað en raunhæfar lausnir hahahaa.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *