Á dögunum komu til okkar tveir nýir MAN TGL, útbúnir Bucher götusópum af gerðinni OptiFant 8000 og CityFant 6000.
Þessa vikuna hefur hluti af verkstæðismönnum okkar, ásamt verkstæðisformanni Hreinsitækni, verið á námskeiði vegna nýju Bucher sópanna. Starfsmaður á vegum Bucher Municipal var hér hjá okkur og leiddi þá í gegnum búnaðinn og bjó til bilanir sem þeir áttu svo að leysa úr.