Besta lið heims notar MAN

Arnar Fréttir

 

MAN hefur endurnýjað gott samstarf sitt við FC Bayern München fram til ársins 2016. Samstarfið mun auka á þjónustu við atvinnumenn félagsins bæði í knattspyrnu sem og körfubolta. Bæði liðin eru án vafa meðal þeirra bestu í sínum deildum í Þýskalandi. Knattspyrnulið þeirra vann stóru þrennuna (Meistaradeild Evrópu, Bundesliga og bikarkeppnina í Þýskalandi) sem og Heimsmeistarakeppni félagsliða 2013, sem gerir FC Bayern besta félagslið heimsins í dag. 

TI_MAN_FCB_2011_601x182_jpg_width_601_height_182

Auk auglýsinga í Allianz Arena og Audi Dome, þá fela bæði samkomulögin (við knattspyrnuliðið síðan 2008 og körfuboltaliðið síðan 2011) í sér beint samstarf við íþróttamennina. Samstarfi þessu er sérstaklega beint að því að færa “liðsrútugoðsögnina” til lífs fyrir áhangendur liðanna. 

Artikel-Basketball

“FC Bayern er framúrskarandi félag með her stuðningsmanna um allan heim. Félagið stendur fyrir liðsanda, hefð og velgengni og er því fullkominn samstarfsaðili fyrir MAN”, segir Anders Nielsen, forstjóri MAN Truck & Bus AG. “Við erum stoltir af því að í framtíðinni munu núverandi þrennumeistararnir enn halda fram á við í velgengni sinni, í hágæða rútum okkar. Knattspyrna FC Bayern hreyfir við fjölda fólks um allan heim. Rétt eins og MAN.”

201312211603578085400-p5

“Við erum mjög ánægðir með viðamikið samstarf okkar við MAN”, segir Karl-Heinz Rummenigge, forseti FC Bayern München AG. “Bæði vörumerkin standa fyrir hágæði og standa fremst á alþjóðagrundvelli. Þetta er eitthvað sem við munum halda áfram að sýna fram á, á sameiginlegum grundvelli, í framtíðinni. Leikmenn okkar geta aðeins leikið eftir bestu getu á vellinum ef þeir ferðast á öruggan og afslappaðan máta.”

Bus_Innenleben_608

Samstarfið einblínir að mestu á liðsrútu félagsins til að aka atvinnumönnum FC Bayern á milli leikvanga. Hin 13.8 metra langa MAN Lion’s Coach L Supreme með 480 hestafla vélinni, er háklassa, sérsmíðað farartæki með allt sem leikmenn þarfnast. Hið svokallaða “mia san mia” (“Við erum þeir sem við erum”) rýmið býður upp á hámarks þægindi fyrir liðið og þar með bestu forsendur til að halda áfram að hafa áhrif sem besta lið heims. 

man-tgx-18680-mit-werbung-68119

MAN er heimsins stærsti birgir í þessari stærstu íþrótt heims. Tólf knattspyrnulið í þýsku Bundesliga ferðast um í MAN rútum. Auk þessa, rútur með bæði MAN og NEOPLAN merki, flytja fjölda topplið um alla Evrópu sem og Suður-Ameríku á milli leikvanga, svo sem Paris Saint-Germain, AC Milan og FC Barcelona. Brasilískar stjörnur ferðast einnig með rútum frá MAN, þar með talið landslið Brasilíu og fimmtán félagslið í fyrstudeild landsins.