2020 ETM Award: MAN á toppnum

Arnar Fréttir Leave a Comment

MAN Truck & Bus stóðu uppi sem sigurvegarar í fimm flokkum á ETM Award þetta árið og þar að auki með 12 aðrar viðurkenningar, sem er besti árangur sem nokkur bílaframleiðandi hefur náð.

Frá sendibílum til vörubíla og til fólksflutningabíla, þá heilluðust lesendur, viðskiptavinir og ökumenn af öllum flotanum sem MAN býður upp á. 

MAN eTGE, MAN Lion’s City 12 E og MAN eTGM unnu þrjá flokka, fyrir rafknúna sendibíla, rafknúnar fólksflutningabifreiðar og rafknúna vörubíla. 

Nýja kynslóð MAN, bæði TGX og TGS, sigruðu flokkana fyrir langflutningabíla, malarflutningabíla upp að 32t og vörudreifingu frá 18t. 

Lion’s City, Lion’s Intercity og Lion’s Coach unnu til verðlauna í flokkum fyrir strætisvagna, úthverfastrætóa og langferðabíla. 

DEKRA, ásamt Trans Aktuell, Lastauto Omnibus og Fernfahrer hófu leit að bestu bifreiðunum  og framleiðendum í atvinnugeiranum. Mikill fjöldi lesenda brugðust við kallinu og að lokum voru 250 bifreiðar í 16 flokkum sem kepptu um “Best van”, “Best truck” og “Best bus” verðlaunin á ETM Award. Allt frá sendibifreiðum, að þungaflutningabifreiðum og að rútum. Þetta gerir viðurkenninguna enn sætari fyrir MAN Truck & Bus og má með sanni segja að stoltið sé mikið.

“Þetta er ótrúleg velgengnissaga!” segir Göran Nyberg, stjórnarformaður í sölu- og markaðssviði jhá MAN Truck & Bus, og bætir við “Sú staðreynd að öll okkar framleiðslulína hafi heillað fólk sýnir hversu got álitið er á MAN og hversu ánægðir viðskiptavinir okkar eru, sem og ökumenn. Svona velgengni hefði aldrei verið möguleg án starfsfólks okkar, sem vann baki brotnu og með miklum þrótt, að því sem við nú erum verðlaunuð fyrir.”

MAN sigrar í öllum þremur rafbílaflokkunum og ný kynslóð MAN TG slær í gegn – MAN fólksflutningabifreiðar hátt metnar

Verðlaun voru veitt í þremur flokkum þegar kemur að rafknúnum sendibílum, fólksflutningabifreiðum og vörubifreiðum. Ekkert stöðvaði sigurgöngu MAN Truck & Bus þegar að þessum flokkum var komið.  MAN eTGE, MAN Lion’s City 12 E og MAN eTGM fengu fyrstu verðlaun í sínum flokkum og er MAN eTGE fyrsti bíllinn sem tekur hinn nýja rafsendibíla flokk. “Það má því segja, að allur floti rafbíla sem MAN býður upp á, hafi unnið til verðlauna. Þetta sannar að nútímavænu rafbílarnir okkar, séu að fá frábærar viðtökur” segir Nyberg.

En það var ekki eingöngu MAN eTGM sem toppaði í flokkum vörubifreiða. MAN TGX kom sá og sigraði í flokki langflutningabíla, MAN TGS var bestur í flokki malarflutningabíla upp að 32t og var einnig efstur í þungaflutningabifreiðum frá 18t og upp úr. Allir eru þeir af nýrri kynslóð MAN TG, sem MAN Truck & Bus formlega kynntu í febrúar á þessu ári. Nýja kynslóðin er löguð að síbreytilegum kröfum í flutningageiranum og setur ný viðmið í, meðal annars, aðstoðarkerfum, ökumannsaðstöðu, netvæðingu og sjálfbærni. “Það að lesendur hafi verið svo heillaðir af nýju bílunum okkar sýnir að við tókum rétt skref við þróun og hönnun á þeim og það er afskaplega ánægjulegt. Að gera rekstur viðskiptavina okkar auðveldari, hagkvæmari og arðbærari, er og hefur alltaf verið okkar markmið”, segir Göran og leggur áherslu á.

MAN fólksflutningabifreiðar fengu einnig mikið lof í sínum flokkum. MAN Lion’s City G með MAN EfficientHybrid kom sá og sigraði í flokki strætisvagna. MAN Lion’s Intercity vann flokk úthverfastrætóa og MAN Lion’s Coach, núverandi “Coach of the Year 2020”, sigraði langferðaflokkinn og til að auka á gleðina þá fékk NEOPLAN Skyliner í öðru sæti. MAN Truck & Bus fengu einnig verðlaun fyrir MAN Service Complete í flokki “Truck-Trailer service” og fjármálaþjónusta MAN fékk einnig viðurkenningu lesenda fyrir MAN Financial Services og það annað árið í röð.

MAN TGE fékk svo annað sæti í flokkum fyrir sendibíla undir og yfir 3.5 tonnum og MAN TGM og TGL fengu annað og þriðja sæti í flokki vörudreifingabíla upp að 18 tonnum. MAN TGM var þriðji í flokki vörudreifingabíla frá 18 tonnum. MAN TGX kom annar í flokki dráttarbíla og TGS og TGM komu annar og þriðji í tipper-flokknum. MAN eTGM varð svo í öðru sæti í flokki rafdrifinna dráttarbíla. MAN lenti einnig í öðru sæti í flokki úthverfastrætóa (Lion’s Intercity) og minni fólksflutnignabifreiða (TGE Intercity).

Verðlaunaafhending fór fram á netinu

Í ljósi aðstæðna í heiminum í dag, tilkynntu ETM útgáfan og DEKRA, verðlaunahafa þessa árs á netinu. Athöfninni var streymt 23. júlí á Facebook, Youtube og eurotransport.de og eins og fram hefur komið, landaði MAN Truck & Bus tíu verðlaunum, meira en nokkur bílaframleiðandi hefur gert.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *