Árið hefst vel hjá MAN og hefur fjöldi magnpantana aukist. Hafa sem dæmi 500 rútur verið pantaðar og 1.600 vörubifreiðar.
“Pantanirnar eru merki um traust.” segir Dr. Georg Pachta-Reyhofen, forstjóri MAN SE. “Viðskiptavinir meta gæði, áreiðanleika og rekstrarhagkvæmni varanna okkar. Við höfum réttu lausnirnar til að vinna með hreyfingu heimsbyggðarinnar í átt að hagkvæmari og umhvervisvænni ökutækjum og verksmiðjum.”
Á undanförnum vikum hefur MAN landað fjölda stórum samningum fyrir borgarrútur. Samgönguyfirvöld í Budapest, Vín, Stokkhólmi, Tallin, Munchen, Nuremberg og Düsseldorf leggja traust sitt á MAN þegar kemur að því að endurnýja rútuflotann sinn fyrir almenningssamgöngur.
Ungverjaland: Samgöngufyrirtækið Volánbusz Zrt. pöntuðu 106 MAN Lion’s City rútur. Þetta er stærsta rútupöntun Ungverjalands. Rúturnar fara allar í keyrslu árið 2014. MAN rúturnar með Euro 6 vélarútfærslunni mæta ströngustu gildandi kröfum um útblástursmengun og veita hagkvæmar og umhverfisvænar samgöngur í Budapest og í úthverfum borgarinnar.
Austurríki: Samgöngufyrirtækið Dr. Richard hefur pantað 64 MAN Lion’s City rútur. Fyrirtækið er verktaki fyrir Wiener Linien og hefur borið traust til MAN í um 40 ár. MAN varð á ný söluhæsta vörubifreiðarframleiðandinn í Austurríki árið 2013.
Svíþjóð: Fólksflutningafyrirtækið Keolis Sverige AB er að stækka flota sinn og mun innihalda 181 MAN Lion’s City strætisvagna. 127 af þeim eru gas- og dísilknúnir MAN Lion’s City G liðvagnar, tveir eru MAN Lion’s City M vagnar og 52 eru “hybrid”. Þetta er stærsta pöntun á hybrid-bifreiðum hjá MAN frá upphafi. Allir vagnarnir verða notaðir í Stokkhólmi og mæta Euro 6 staðlinum, sem er strangasti núgildandi mengunarstaðallinn.
Eistland: MAN munu senda 20 MAN Lion’s City LE rútur og 20 Lion’s City GL til Tallinna Linnatransporti AS (TLT), en fyrirtækið sér um almenningssamgöngur höfuðborgar Eistlands. Frá nóvember 2013 hafa rúturnar verið að bætast í stóran flota fyrirtækisins, sem nú stendur í um 420 stykkjum.
Þýskaland: Münchner Verkehrsgeselleschaft (MVG) ætla einnig að nútímavæða og stækka rútuflota sinn árið 2014: móðurfyrirtæki MVG, SWM, sömdu við MAN upp á samtast 60 farartæki (48 rútur og 12 dráttarbíla). MAN bar sigur úr býtum eftir að fyrirtækið hafði leitað yfir alla Evrópu eftir tilboðum. Heildarupphæð samningsins er yfir 16 milljónir Evra.
15 nýjar MAN rútur (10 stk Lion’s City CNG og 5x Lion’s City G CNG) hafa verið á vegum Nuremberg síðan í ársbyrjun (VAG Nürnberg) – allar útbúnar með hljóðlátum og umhverfisvænum náttúrugasvélum.
Düsseldorfer Rheinbahn AG tóku 45 nýjar MAN Lion’s City G rútur í notkun í byrjun febrúar. Þriggja dyra rúturnar munu breyta miklu í nútímavæðingu almenningssamganga í Düsseldorf.
MAN fengu einnig stórar pantanir á vörubifreiðum
Rússland: Í febrúar voru 260 nýir MAN TGL dráttarbílar teknir í vinnu hjá bílastæðaeftirliti Moskvuborgar. Fjórða árið í röð er MAN söluhæstur meðal Evrópskra framleiðenda í Rússlandi.
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin: Arabíski byggingaverktakinn Saif Bin Darwish hefur pantað 150 MAN TGS WW 40.440 6×4 dráttarbíla sem hafa verið útbúnir til að takast á við erfiða vegi sem og utanvegaakstur á svæðinu. Upphæð pöntunarinnar samsvarar yfir 10 milljónum Evra. Fyrirtækið er með flota upp á 690 vörubifreiðar og hefur verið viðskiptavinur MAN í 35 ár. Burðargeta og áreiðanleiki eru megin ástæður kaupanna: Nýlega brutu þrír MAN bílar fyrirtækisins milljón kílómetra múrinn án nokkurra stórtækra viðgerða á tímabilinu.
Þýskaland: MAN hefur fengið pöntun upp á 77 vöruflutningabíla frá METRO Logistics Germany GmbH og mun yfir árið afhenda 66 MAN TGX 18.400 4×2 BLS og 11 TGX 26.400 6×2-2 BL með kælibúnaði.
Innanríkisráðuneyti Þýskalands hefur einni lagt traust sitt á MAN þegar kemur að því að útvega nýja utanvega hjálparbifreiðar. Voru pantaðir 283 af nýjustu útfærslunni á TGM með Euro 6 vélum. Hinir sérútbúnu bílar munu aðstoða í neyðartilfellum þar sem þarf að afmenga svæði sem og við vatnsvernd.
Stórar pantanir í Suður-Ameríku
Eftir stóra pöntun frá brasilískum yfirvöldum í september á síðasta ári, fengu MAN Latin America aðra pöntun upp á samtals 814 farartæki.
“National Fund for Education Development” (FNDE á Portúgölsku) pöntuðu 500 9.160 flutningabifreiðar. Borgir og samfélög um alla Brasilíu munu fljótt nota bifreiðarnar til að færa almenningsskólum landsins mat. Þetta eru mikilvægar ráðstafanir því matvælaöryggi í Brasilíu er ekki alls staðar í lagi. Bifreiðarnar eru búnar kælikössum og skilveggjum svo hægt sé að flytja matvælin á viðeigandi hátt.
AMBEV, stærsta bruggverksmiðja heims, mun fá 314 nýja Worker 23.230 rétt tímanlega fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Brasilíu. Bílarnir eru sérstaklega hannaðir og útbúnir til að flytja drykkjarföng. Þetta gerir MAN Latin America kleift að verja stöðu sína sem leiðandi markaðsafl þegar kemur að flutningnum drykkja innan vörubifreiðamarkaðsins.
Stórar pantanir hjá MAN Diesel & Turbo
Fjöldi pantana frá orkuverum bárust MAN Diesel & Turbo síðustu mánuði 2013. Pantanir í nóvember og desember voru upp á samtals 212 milljónir Evra og voru meðal þeirra fjöldi verkefna í Asíu og Afríku.
Eftirspurn fyrir “dual-fuel” dísel skipavéla, það er vélar sem ganga bæði fyrir vökva eða loftkenndu eldsneyti , hefur aukist mikið. Þetta er vegna síaukinna og strangari mengunarkrafa fyrir skip. Náttúrugas er talið umhverfisvænni valmöguleiki fram yfir hefðbunið eldsneyti á þessum svæðum.
Matson Inc., leiðandi flutningsaðili frá Bandaríkjunum í Kyrrahafi, hefur lagt inn pöntun fyrir tveimur 3.600 TEU gámaskipum. Skipin verða knúin áfram af MAN B&W 7S90ME-GI “dual-fuel” vélum. Samningurinn inniheldur möguleikann á þremur skipum til viðbótar. Tvígengisvélarnar eru öflugustu “dual-fuel” vélar heims, 40.670kW eða um 55.300 hestöfl. Norsk og kanadísk skipafélög hafa lagt inn pantanir fyrir tvígengis MAN “dual-fuel” vélum í skip þeirra á undanförnum mánuðum.
Tvær aðrar stórar pantanir á “dual-fuel” vélum héldu verksmiðjum MAN Diesel & Turbo í Augsburg uppteknum þar til undir lok árs: fyrirtækið afhenti 35 rúmtaksmiklar “dual-fuel” vélar til skipafélaga í Kína og Japan. Pöntunin er rúmlega 100 milljón Evra virði. Vélarnar munu knýja áfram tankskip sem flytja fljótandi gas frá Ástralíu til Kínverskra dreifingarstöðva í Qingdao, Beihai, Tianjin, Lianyungang og Wenzhou.
Framleiðsla og dreifing á díselskipavélum í fólksflutningaskip, eða skemmtiferðaskip, hefur aukið álit í för með sér. Þökk sé aukningu í skemmtiferðasiglingum eru fleiri og fleiri skip framleidd sem aftur á móti þrýstir á kröfur um hagkvæmar og umhverfisvænar vélar.
MAN Diesel & Turbo munu veita Fincantieri Navali Italiani S.p.A., stærsta skipasmíðastöð fyrir skemmtiferðaskip, átta vélar í tvö skemmtiferðaskip. Bæði skipin eru í smíðum fyrir Viking Ocean Cruises. Skipin, sem hafa 472 herbergi og geta flutt 944 farþega, eru ætluð á markað sem smærri ofurlúxusskip. MAN munu afhenda vélarnar í samvinnu við Alfa Laval, sem framleiðir útblásturhreinsibúnað sem mun vinna úr brennisteinsoxíði. Mun búnaðurinn hreinsa um 98% af brennisteinsoxíði úr útblæstri skipanna.
Fyrsta skip í næstu skipakynslóð bandaríska skemmtiferðafyrirtækisins Carnival Cruise Lines er talsvert stærra. Það mun rúma um 5.000 farþega. Fyrirtækið rekur starfsemi sína frá Miami í Flórída og hefur fengið MAN Diesel & Turbo til að framleiða og afhenda fimm rúmtaksmiklar skipavélar. Saman munu vélarnar vera um 62.400kW eða 84.400 hestöfl. Vélarnar eru hannaðar með öryggi og umhverfiskröfur skemmtiferðargeirans í huga. Skipið verður einnig smíðað hjá Fincantieri í Ítalíu.