Sænska samgöngufyrirtækið Keolis Sverige AB, hafa pantað 181 MAN Lion’s strætisvagna og þar af eru 52 “hybrid” útfærslur. Þetta er stærsta einstaka pöntun á “hybrid” vögnum frá MAN til þessa. Auk þeirra eru 127 MAN Lion’s CNG liðvagnar (gas- og díselknúnir) og tveir MAN Lion’s City M. Allir vagnarnir standast ströngustu mengunarreglur og kröfur sem settar eru fram með núgildandi Euro 6 staðlinum. Keolis munu taka MAN Lion’s City vagnanna í notkun við almenningssamgöngur í Stokkhólmi og nærliggjandi úthverfum.
Vagnarnir verða afhentir frá byrjun júní næstkomandi af sænska umboðsaðilanum Svenska Neoplan AB, sem munu sjá um að þjónusta þá sem og annast viðhald. Aðalástæða kaupanna voru mikil gæði MAN vagnanna ásamt því að þjónustuáætlun heillaði kaupendur. Auk traustvekjandi ábyrgðarskilmála og ávinninga, þá var framboð varahluta tryggt. Svenska Neoplan AB munu einnig veita áframhaldandi tækniþjónustu og aðstoða starfsfólk Keolis með þjálfun og auka á þekkingu þeirra á nýju tækjunum.
“MAN bifreiðarnar standast ekki eingöngu okkar háu staðla heldur fylgja þær algjörlega öllum reglugerðum og kröfum settum af samgönguyfirvöldum í Stokkhólmi. Ég er sannfærður um að aukinn fjöldi farþega muni notast við vagna okkar í framtíðinni”, sagði Magnus Åkerhielm, forstjóri Keolis Sverige AB.
Hinir hagkvæmu MAN vagnar vekja hrifningu fyrir einstaklega lága eldsneytisnotkun og lítinn útblástur. Þetta þýðir að MAN Lion’s City hybrid er mögulega að spara fyrirtækið allt að 30% í eldsneytiskostnað og draga saman CO2 útblástur. Annar góður kostur er lækkun á hávaðamengun. Þegar bifreiðarnar taka af stað frá stoppustöðvum keyra þær eingöngu á rafmagni og tekur díselvélin við eftir nokkur hundruð metra.
Þegar kemur að MAN Lion’s City CNG liðvögnunum, þá getur Keolis treyst á áratuga reynslu MAN þegar kemur að náttúrugasbifreiðum.