MAN Truck & Bus: 100 ár

Arnar Fréttir

Saga MAN Group nær yfir 250 ár með þremur mikilvægum upphafspunktum: stofnunin á St. Antony járnverksmiðjunni í Oberhausen árið 1758, stofnunin á Sandersche Maschinenfabrik árið 1840 og stofnunin á Eisengießerei und Maschinenfabrik Klett & Comp í Nuremberg árið 1841. 1878 sameinaðist St. Antony járnverksmiðjan tveimur öðrum járnverksmiðjum á Ruhr svæðinu og mynduðu „Gutehoffnungshütte“ (GHH), meðan suður-þýsku fyrirtækin sameinuðust til að mynda Maschinenfabrik Augsburg-Nürnberg AG árið 1898. Þetta var upphaf nafnsins „MAN“. Rudolf Diesel þróaði fyrstu díselvélina í verksmiðjunni í Augsburg frá 1893 til 1897. Hún var svo grunnurinn að komandi vélakynslóðum í MAN flutningabifreiðum. Við sameiningu MAN og GHH árið 1921 myndaðist fyrirtækið eins og það þekkist í dag og hefur verið hluti af Volkswagen Group síðan 2011.

Í ár fagnar fyrirtækið öðrum merkilegum áfanga: 100 ára afmæli á framleiðslu vöruflutningabifreiða

 

100 ár af MAN Truck and Bus: Reiðubúnir fyrir framtíðina

MAN framleiddu fyrstu vöru- og fólksflutningabifreiðar sínar í Lindau í samstarfi við fyrirtækið Saurer. Ári síðar færðist framleiðslan til verksmiðju MAN í Nuremberg.

MAN framleiddu fyrstu vöru- og fólksflutningabifreiðar sínar í Lindau í samstarfi við fyrirtækið Saurer. Ári síðar færðist framleiðslan til verksmiðju MAN í Nuremberg.

Þann 21. Júní 1915 var nýtt fyrirtæki skráð á verðbréfaskrá Nuremberg-borgar: „Lastwagenfabrik M.A.N.-Saurer“.

Fyrirtækið var stofnað sem samvinna milli Maschinenfabrik Augsburg-Nürnberg AG og Saurer. Fyrsta MAN-Saurer 3-tonna bifreiðin yfirgaf Lindau verksmiðjuna við Imperialvatn stuttu síðar. Fyrstu rúturnar fylgdu stuttu síðar, sem voru notaðar sem langferðarútur af Imperial Post Office og flutti fólk jafnt sem böggla og bréf. Þetta var upphaf framleiðslu vörubifreiða hjá MAN, velferðarsaga sem ekki aðeins hefur skapað sögu MAN, en fyrirtækið hefur haft mikil áhrif á þróun á vöru- og fólksflutningabifreiðum með framúrstefnulegum og byltingarkenndum hugmyndum síðustu 100 árin – og halda því áfram.

.

.

Upphafsárin

Kynning á fyrstu bifreiðinni með beinni díselinnspýtingu, þróuð af MAN. Þetta er upphaf velgengni díselvéla í vörubifreiðum – þar til dagsins í dag.

Kynning á fyrstu bifreiðinni með beinni díselinnspýtingu, þróuð af MAN. Þetta er upphaf velgengni díselvéla í vörubifreiðum – þar til dagsins í dag.

Árið 1916 var framleiðslan færð til MAN verksmiðjunnar í Nuremberg.

Fyrirtækið var undir nafninu „M.A.N. Lastwagenwerke“ eftir brotthvarf Saurer árið 1918. Árið 1924 kynnti MAN fyrstu díselvélina með beinni innspýtingu sem var grunnurinn að velgengni díselvéla í vörubifreiðasmíði. Sparaði það allt að 75% af kostnaði í samanburði við bensínvélar sem algengar voru á þeim tíma. Efnahagur og hagkvæmni voru þá þegar mikilvægir þróunarþættir hjá MAN í þá daga og á það við enn í dag. Sama ár kynnti MAN lággólfa fólksflutningabifreið með sérhannaðri lággrindar yfirbyggingu. Áður höfðu þær verið byggðar á vörubifreiðagrindum.

Árið 1928 kynnti MAN fyrstu þriggja öxla vörubifreiðina sem var forveri allra MAN þungaflutningabifreiða. Árið 1932 var S1H6 bifreiðin búin D4086 díselvélinni sem skilaði 140hö og var á þeim tíma talin öflugasta díselvél heims. 1932 var svo næsta vélfræðilega áfanga náð með þróun á einstaklega hagkvæmri, beinnar innspýtingar dísel vél og með innleiðingu aldrifs.

MAN vörubifreiðar sem afl enduruppbyggingar

Framleiðsla vöru-, fólksflutninga- og dráttarbifreiða var færð frá Nuremberg í nýju verksmiðjuna í Munchen. Fyrsta vörubifreiðin af færibandinu var MAN 515 L1. Framleiðsla véla hélt áfram í Nuremberg.

Framleiðsla vöru-, fólksflutninga- og dráttarbifreiða var færð frá Nuremberg í nýju verksmiðjuna í Munchen. Fyrsta vörubifreiðin af færibandinu var MAN 515 L1. Framleiðsla véla hélt áfram í Nuremberg.

Vörubifreiðar voru eftirsóttar við uppbyggingu eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk. Á sjötta áratugnum varð MAN F8 með 180ha V8 vélinni að flaggskipi efnahagskraftaverkinu í hinu nýja Þýskalandi. MAN sýndu fram á hversu megnugt fyrirtækið var með nýjungum sínum strax árið 1951 þegar það kynnti fyrstu þýsku vörubifreiðavélina með afgastúrbínu. 6-strokka 8.72 lítra vélin skilaði 175hö, sem var mögnuð aflaukning, eða 35%. Árið 1955 færði MAN vöru- og fólksflutningaframleiðslu sína í nýja verksmiðju í Munchen. Nuremberg verksmiðjan varð að miðpunkti vélarframleiðslu.

MAN sönnuðu einnig nýjungaafl sitt í rútuframleiðslu. Árið 1961 setti fyrirtækið á markað 750 HO, fyrsta rútan í því sem telst hefðbundið útlit í dag. Undirvagn rútunnar var notuð undir ýmsar yfirbyggingar fyrir almenningssamgöngur, borgarrútur og svo langferðabíla.

.

Büssing færði MAN ljónið

Langferðabifreiðin MAN Lion’s Star var sett á markað og var valin “Coach of the Year”.

Langferðabifreiðin MAN Lion’s Star var sett á markað og var valin “Coach of the Year”.

Árið 1971 tók MAN yfir Büssing Automobilwerke ásamt verksmiðju þess í Salzgitter. MAN tóku að sér sérhönnun Büssing þar sem vélar voru undir gólfi, ásamt vörumerki Büssing, Brunswick ljónið, sem síðan þá hefur skreytt framhliðar allra bifreiða sem framleiddar eru af MAN. Undir lok áttunda áratugarins hófu MAN samstarf við VW í léttflutningageiranum. 6 og 8-tonna G-tegundirnar voru samframleiddar til ársins 1993. Í dag er MAN hluti af VW Group.

Hinsvegar hafa einkennisvörur MAN alltaf verið vörubifreiðar með húddi fyrir byggingariðnað og frambyggðir fyrir langflutninga, svo sem 19.280 sem var fyrsta MAN bifreiðin til að hljóta „Truck of the Year“ verðlaunin árið 1978. Fjöldi verðlauna fylgdu í kjölfarið, sem dæmi fyrir MAN F90, sem kynntur var árið 1986 og fékk „Truck of the Year“ árið eftir. Hið rúmgóða ökumannshús á F90 var sérstaklega athyglisvert. Vinnuumhverfi og þægindi fyrir ökumann eru atriði sem hafa alltaf verið mikilvæg í augum hönnuða MAN. Árángursríkasta vörubifreiðagerð tíunda áratugarins var svo F2000. Þungaflutningagerðin hefur haft rafstýrða innspýtingu á vélum sínum síðan 1994.

MAN fólksflutningabifreiðar eiga sér einnig hápunkta. Árið 1992 kynnti MAN Lion‘s Star, langferðabifreið sem átti eftir að setja tóninn fyrir allar kynslóðir MAN fólksflutningabifreiðar. Hásetan fyrir langferðir hafði cw-gildi upp á aðeins 0.41, með öðrum orðum, var einstaklega straumlínulöguð og sparaði þar með eldsneyti.

MAN á nýju árþúsundi

MAN hóf nýja árþúsundið með nýjungum. Árið 2000 var „Trucknology Generation Type A“ kynnt til sögunnar, betur þekkt sem TGA. Setti hann ný viðmið hvað varðar þægindi og vinnuumhverfi ásamt tæknibúnaði, svo sem MAN TipMatic og MAN Comfort-Shift fyrir kjör gírskiptingarnar. MAN styrkti stöðu sína í háklassa langferðabifreiðum með yfirtöku á NEOPLAN árið 2001.

Innleiðing D20 vélarinnar með common rail innspýtingu árið 2004 var stór áfangi í vélartækni. MAN var fyrsti vörubifreiðaframleiðandinn sem breyttu öllum vélum sínum svo þær hefðu þessa hagkvæmu og umhverfisvænu, rafstýrðu innspýtingu. MAN nútímavæddu einnig létt- og miðstærðir með innkomu TGL og TGM árið 2005. Mögulegt var að ná Euro 4 staðli þess tíma með sameiningu á afgashringrásarventlum og síum, án viðbætiefna svo sem AdBlue. Tveimur árum síðar voru arftakar TGA kynntir í þungflutningagerðinni: TGX fyrir langflutninga og TGS fyrir þungaflutninga og þar sem mikils drifkrafts var krafist. MAN fengu „Truck of the Year“ í sjöunda sinn fyrir báðar gerðir – sem er met í þessum geira.

Árið 2010 hóf MAN framleiðslu á Lion‘S City Hybrid borgarstrætóunum. Lion‘s City Hybrid notar allt að 30% minna eldsneyti þökk sé hybrid driftækninni. City Hybrid fagnaði fljótt mikilli velgengni og fékk ÖkoGlobe Award árið 2011 og Green Bus Award 2012 fyrir umhverfisvæna hugsjón.

Inn í framtíðina með MAN

Topplínan: hinar nýju D38 Euro 6 vélar fyrir MAN TGX með 520 til 640hö.

Topplínan: hinar nýju D38 Euro 6 vélar fyrir MAN TGX með 520 til 640hö.

Þróunin á umhverfisvænum bifreiðum hefur alltaf verið ein af stefnum MAN Truck & Bus. Euro 6, nýjasti afgasstaðallinn var áskorun fyrir MAN  sem var þó uppfylltur 2012 með nýjust útfærslunum á TG bifreiðunum. Þeir uppfylla ströngustu kröfur með hámarks eldsneytishagkvæmni. Haustið 2014 kynnti MAN nýjustu vélarkynslóð sína, D38, sem er afrakstur 100 ára af vélarþróun í flutningabifreiðum. Hinar sparsömu Euro 6 vélar skila allt að 640hö með notkun á tveggja þrepa afgastúrbínum.

Megináhrifavaldar vöruþróunnar í dag er umhverfisvernd, markmið fyrirtækisins í loftslagsmálun, almennt pólitískt ástand og takmarkaðar eldsneytisbirgðir. MAN er því að íhuga frekari þróun á ýmsum öðrum aflvalkostum. Blendingsaflgjafar í vörubifreiðum eru hluti af framtíðarhugmyndum í öllum stærðarflokkum. Dísel/rafmagnsblendingur er nú þegar orðinn að staðalaflgjafa fyrir borgarstrætóa. MAN kynntu TGX Hybrid á IAA 2014 sýningunni. Þetta er hugmyndabíll fyrir langflutningabifreiðar, þar sem áherslan er lögð á lækkaðan rekstrarkostnað. MAN er einnig að þróa Metropolis tilraunabifreiðina, rafmagnsstýrð þungaflutningabifreið með sveigjanlegri drægni fyrir verkefni innan borgarmarka. Bifreiðin er á prufustigi.

Samþjappað náttúrugas (CNG) og lífgas eru nú þegar í boði sem valkostir. Vélar sem eru ákjósanlegar fyrir CNG eru einnig nothæfar fyrir lífgas, nánast án CO2-útblásturs. Sem dæmi er hinn nýi Lion‘s City GL CNG náttúrugas liðstrætisvagninn, sem vann „Bus of the Year 2015“ verðlaunin. Hið víða úrval af náttúrugasstrætisvögnum mun fá liðsstyrk frá CNG-knúnum vörubifreiðum árið 2016.

Department of Futures Research, eða Framtíðarrannsóknardeildin, eins og hægt væri að þýða það lauslega á íslensku, greinir mikilvægar stefnur í heiminum og ákvarðar næstu þróunnarskref fyrir komandi kynslóðir bifreiða. Hönnuðir og hugsuðir MAN eru nú þegar að vinna að ökutækjum sem þurfa ekki á ökumanni að halda fyrir ákveðin verkefni, sem dæmi þegar öryggisbifreið tryggir vinnusvæði á umferðargötum. MAN Truck & Bus munu nýta þessar og algerlega nýjar hugmyndir til að tryggja sjálfbæra þróun á ofurnútímavæddum ökutækjum framtíðarinnar.

 

Mikilvægir áfangar á framleiðsluafmælinu

  • 1897: Rudolf Diesel þróaði fyrstu díselvélina með vélfræðingum MAN.
  • 1915: MAN framleiddi fyrstu vörubifreiðarnar og fólksflutningabifreiðarnar í Lindau í samvinnu við fyrirtækið Saurer. Ári síðar færist framleiðslan í verksmiðju MAN í Nuremberg.
  • 1924: Kynning á fyrstu bílvélinni með beinni díselinnspýtingu, þróuð af MAN. Er þetta upphað af velgengni díselvéla í vörubifreiðum – þar til nú.
  • 1924: MAN kynnir fyrstu rútuna á lággrindar undirvagni.
  • 1932: Með sín 140 hestöfl var MAN S1H6 öflugasta díselvél heims árið 1932. Ári síðar setti MAN 150 hestafla útfærslu á markað.
  • 1937: Þróun og innleiðing á töluvert sparneytnari vél. MAN kynnir aldrif fyrir vörubifreiðar sem síðar varð lykilatriði í samkeppniskostum dráttarbifreiða.
  • 1951: MAN F8 með 180ha vél sinni var flaggskip efnahagskraftaverksins í Þýskalandi.
  • 1951: Fyrsta þýska vörubifreiðavélin með afgastúrbínu skilaði 35% betri afköstum umfram hefðbundna vörubifreiðavél: hin 6-strokka MAN 1546 GT með 175 í stað 130 hestafla.
  • 1955: Framleiðsla á vöru-, fólksflutninga- og dráttarbifreiðum er færð frá Nuremberg í nýja verksmiðju í Munchen. Fyrsta bifreiðin af línunni var MAN 515 L1. Vélaframleiðsla var áfram í Nuremberg.
  • 1961: MAN setur á markað 750 HO, fyrst sinnar tegundar í því sem í dag er talin hefðbundin hönnun, sem strætisvagn og langferðabifreið.
  • 1971: MAN tekur yfir ÖAF og Büssing bílaverksmiðjurnar. Büssing ljónið var innleitt í vörumerki MAN.
  • 1977: Samvinnan með Volkswagen Commercial Vehicles hefst með þróun á 6 til 10 tonna léttflutningabifreið. Árið 1979 hófst framleiðsla á hinum svokallaða VW-MAN.
  • 1978: MAN fær “Truck of the Year” verðlaunin í fyrsta sinn fyrir 19.280 gerðina.
  • 1986: MAN setur  F90 gerðina með algerlega nýju húsi á markað.
  • 1992: Langferðabifreiðin MAN Lion’s Star er sett á markað og fær “Coach of the Year” verðlaunin.
  • 1994: MAN F2000 naut mikillar velgengni á 10. áratugnum.
  • 2000: Kynnining á Trucknology Generation TGA var upphafið á mikilli framsókn.
  • 2001: MAN tekur yfir NEOPLAN, ERF og Star.
  • 2004: Kynning á D20 Common Rail vélargerð með algerlega nýrri rafstýrðri beinni innspýtingartækni.
  • 2005: Aðlögun og betrumbætur á MAN Trucknology Generation með útgáfu TGL og TGM í létt- og milliþyngdarflokkum, frá 7.5 til 26 tonn.
  • 2007: Frá TGA til MAN TGS og TGX í þungaflutningum. Fjölmiðlar veita þeim báðum titilinn “Truck of the Year 2008”.
  • 2010: MAN Hybrid strætisvagninn fer í fjöldaframleiðslu.
  • 2011: Endurfæðing goðsagnar: hin tveggja hæða NEOPLAN Skyliner.
  • 2012: Ný NEOPLAN fólksflutningabifreið: Jetliner fer í sölu.
  • 2012: TG-serían, TGL, TGM, TGS og TGX með Euro 6 frumsýndir.
  • 2014: Toppurinn: hinar nýju D38 Euro 6 vélar fyrir MAN TGX með 520-640hö.
  • 2015: Náttúrugas liðstrætisvagninn Lion’s City GL CNG hlýtur “Bus of the Year”.verðlaunin.

 

Verðlaun:

8 x Design Award

7 x Truck of the Year

5 x Coach of the Year

4 x Bus of the Year